Lífið

Dans fyrir alla í Kramhúsinu

Bjóða alla velkomna. Sandra, Natasha og Ragna Þyrí kynna hiphop-dansa í Kramhúsinu á föstudag. fréttablaðið/rósa
Bjóða alla velkomna. Sandra, Natasha og Ragna Þyrí kynna hiphop-dansa í Kramhúsinu á föstudag. fréttablaðið/rósa

„Við ætlum að kynna þá dansstíla sem við verðum að kenna í Kramhúsinu í vetur. Fólki er boðið að koma og læra nokkur spor hjá hverjum kennara og svo verður opið dansgólf að kennslu lokinni,“ segir Sandra Erlingsdóttir, danskennari hjá Kramhúsinu. Sandra, ásamt Natöshu og Rögnu Þyrí, standa að „Street dans jam session“ þar sem fólki gefst tækifæri á að prófa dansa á borð við hiphop, krump, break dans og locking.

Sandra segir að dansinn veiti fólki útrás jafnt sem góða og holla hreyfingu. „Maður fær svo mikla útrás við að dansa. Dansinn gefur manni einnig aukið sjálfstraust og svo er þetta bara svo gaman.“ Aðspurð segir Sandra að fólk þurfi ekki að hafa sérstakan áhuga á rapptónlist til þess að hafa gaman af hiphop-dönsum.

„Þetta er kjörið tækifæri fyrir fólk til að koma og prófa mismunandi dansstíla og allir eru velkomnir, bæði börn og fullorðnir,“ segir Sandra.

Kennslan hefst klukkan 17 í Kramhúsinu nú á föstudag. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.