Erlent

Langamma setur met í heróínsmygli

Óli Tynes skrifar
Kílarferjan Color Magic.
Kílarferjan Color Magic.

Sjötíu og tveggja ára gömul þýsk kona hefur verið ákærð fyrir að reyna að smygla ellefu kílóum af heróíni til Noregs.

Þetta er einn stærsti einstaki heróínfarmur sem tollgæslan þar í landi hefur fundið. Og elsti smyglarinn.

Þýska konan var handtekin í sumar þegar hún kom til Noregs með Kílarferjunni Color Magic. Auk heróíns  hafði hún í fórum sínum næstum eittþúsund amfetamíntöflur.

Rannsókn hefur síðan staðið yfir en ekki hefur tekist að hafa upp á neinum bakhjörlum þeirrar gömlu, sem þegir þunnu hljóði í fangelsinu. Hún er því sú eina sem hefur verið ákærð.

Konan er í gæsluvarðhaldi til 8. desember. Hún á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×