Lífið

Madonna vill enn ættleiða stúlkuna í Malawi

Söngkonan Madonna vill enn ættleiða hina fjögurra ára gömlu stúlku Chifundo James. Poppstjarnan vill tryggja stúlkunni ástríkt og umhyggjusamt umhverfi til að alst upp í.

Dómstóll í Malawi synjað poppstjörnunni í byrjun apríl um leyfi til þess að ættleiða telpuna. Ríkisstjórn landsins hafði áður lýst stuðningi við söngkonuna. Talsmaður dómstólsins sagði að Madonnu hefði verið synjað um leyfið vegna þess að hún væri ekki búsett í landinu. Lögfræðingar söngkonuna undirbúa nú áfrýjun.

Samkvæmt lögum í Malawi þarf að fylgjast með barni hjá nýjum foreldrum í 12-24 mánuði áður en ættleiðing gengur endanlega í gegn.

Mikið uppistand varð þegar söngkonan ættleiddi þrettán mánaða gamlan strák frá Malawi. Mannréttindasamtök gagnrýndu það mjög og sögðu að Madonna hefði fengið óeðlilega fyrirgreiðslu vegna frægðar sinnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.