Hamilton hlær í betri bíl 22. janúar 2009 06:22 Lewis Hamilton ók McLaren Mercedes bílnum eftir brautinni í Portimao í fyrsta skipti í gær. mynd: Kappakstur.is Heimsmeistarinn Lewis Hamilton ók nýjasta Formúlu 1 bíl McLaren í fyrsta skipti í gær, eftir að hann varð meistari í Brasiíu fyrir tveimur mánuðum. Hann var meðal ökumanna á Portimao brautinni í Portúgal. Öll lið sem hafa frumsýnt 2009 bíla sína hafa verið við æfingar á ýmsum brautum. BMW æfir í Valencia á Spáni, Ferrari á Mugello á Ítalíu og önnur lið á Portimao brautnni. Rigning hefur gert mönnum lífið leitt og Jarno Trulli hjá Toyota vildi meina að 2009 bíllinn væri mjög erfiður á hálli braut, en bílarnir eru gjörbreyttir frá fyrra ári. Nokkur lið eru að prófa KERS kerfið í bílum sínum sem færir ökumönnum 80 auka hestöfl þegar ástæða þykir til. Takki er í stýrinu sem spýtir aukaafl í drifrásina í 6.5 sekúndur. Ferrari, Toyota, BMW og McLaren hafa öll prófað búnaðinn rækilega, en ökumenn eru ekkert vissir um að búnaðurinn munu auka möguleika á framúrakstri. Það eru skiptar skoðanir á því. Hamilton var ánægður með afrakstur dagsins með McLaren og tilbúinn í slaginn eftir langt frí. "Ég einbeitti mér að því að stilla bílnum upp og finna inn á hvernig nýr bíll virkar. Mér leið vel í bílnum og hann virkar vel. Það var gott að keyra aftur. Það eru langar og strangar æfingar framundan fram að fyrsta móti. Það er langur listi verkefna alla þessa viku", sagði Hamilton en Heikki Kovalainen ekur fyrir McLaren í dag. Sjá nánar um æfingarnar Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton ók nýjasta Formúlu 1 bíl McLaren í fyrsta skipti í gær, eftir að hann varð meistari í Brasiíu fyrir tveimur mánuðum. Hann var meðal ökumanna á Portimao brautinni í Portúgal. Öll lið sem hafa frumsýnt 2009 bíla sína hafa verið við æfingar á ýmsum brautum. BMW æfir í Valencia á Spáni, Ferrari á Mugello á Ítalíu og önnur lið á Portimao brautnni. Rigning hefur gert mönnum lífið leitt og Jarno Trulli hjá Toyota vildi meina að 2009 bíllinn væri mjög erfiður á hálli braut, en bílarnir eru gjörbreyttir frá fyrra ári. Nokkur lið eru að prófa KERS kerfið í bílum sínum sem færir ökumönnum 80 auka hestöfl þegar ástæða þykir til. Takki er í stýrinu sem spýtir aukaafl í drifrásina í 6.5 sekúndur. Ferrari, Toyota, BMW og McLaren hafa öll prófað búnaðinn rækilega, en ökumenn eru ekkert vissir um að búnaðurinn munu auka möguleika á framúrakstri. Það eru skiptar skoðanir á því. Hamilton var ánægður með afrakstur dagsins með McLaren og tilbúinn í slaginn eftir langt frí. "Ég einbeitti mér að því að stilla bílnum upp og finna inn á hvernig nýr bíll virkar. Mér leið vel í bílnum og hann virkar vel. Það var gott að keyra aftur. Það eru langar og strangar æfingar framundan fram að fyrsta móti. Það er langur listi verkefna alla þessa viku", sagði Hamilton en Heikki Kovalainen ekur fyrir McLaren í dag. Sjá nánar um æfingarnar
Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira