Innlent

Innbrot í Melabúð og á Vogi

Þrjú innbrot voru framin á höfuðborgarsvæðinu í nótt og komust þjófarnir undan í öllum tilvikum. Fyrst var brotist inn í Melabúðina í Vesturbænum upp úr miðnætti. Þjófurinn spennti upp aðaldyrnar og hafði á brott með sér talsvert af tóbaki.

Þá var brotist inn um svaladyr á einbýlishúsi í Kópavogi og þaðan stolið fartölvu. Húsráðandi sá hvers kyns var þegar hann kom heim um eittleytið en þá var þjófurinn á bak og burt. Loks var brotist inn í skrifstofur afvötnunarstöðvar SÁÁ að Vogi í Reykjavík en ekki liggur fyrir hvort einhverju var stolið þaðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×