Innlent

Gaza: Börn héldu dauðahaldi í látnar mæður sínar

Rauði krossinn ásakar Ísraelsmenn um að standa ekki við skuldbindingar sínar um að koma óbreyttum borgurum til hjálpar á Gaza svæðinu. Ásakanirnar koma í kjölfar þess að starfsmenn Rauða krossins á Gaza fundu fjögur veikburða og hrædd börn sem héldu dauðahaldi í látnar mæður sínar eftir loftárásir í bænum Zeitun.

Ísraelsher hefur ekki brugðist við þessum ásökunum en talsmenn hans segja herinn vinna með hjálparstarfsmönnum á svæðinu við að aðstoða þá sem verða fyrir sprengjuregninu að því er segir í frétt BBC um málið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×