Erlent

Kínverjar segja fordæmingu út í hött

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Akmal Shaikh.
Akmal Shaikh.

Kínversk stjórnvöld telja það út í hött að Bretar fordæmi aftöku Akmals Shaikh sem fram fór í fyrrinótt. Glæpur mannsins hafi verið alvarlegur enda sé misnotkun ópíums og tengdra lyfja samofin sögu Kínverja og hafi valdið þeim miklum búsifjum á fyrri hluta 20. aldar. Bresk stjórnvöld sitja við sinn keip og segja andlegt ástand Shaikhs hafa verið þannig að honum hafi verið ókleift að gera sér grein fyrir muninum á réttu og röngu og því hafi svo þung refsing enga þýðingu haft fyrir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×