Erlent

Kjarreldar eyðilögðu 20 heimili í Ástralíu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Miklir kjarreldar geisa nú í vesturhluta Ástralíu og hafa 20 heimili orðið eldunum að bráð auk þess sem fernt hefur slasast af völdum þeirra. Mesta er tjónið í kringum bæinn Toodyay sem er skammt norðaustur af borginni Perth. Allt tiltækt slökkvilið berst við eldana sem hafa eyðilagt yfir 40 ferkílómetra af ræktunarlandi og skógi. Loftið er mjög þurrt um þessar mundir í Ástralíu auk þess sem hlýir vindar beinlínis feykja eldinum áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×