Erlent

Bretland snævi þakið um áramótin

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Tígrisunginn Vladimir unir sér glaður í Highland Wildlife-garðinum í Kingussie í Skotlandi.
Tígrisunginn Vladimir unir sér glaður í Highland Wildlife-garðinum í Kingussie í Skotlandi.

Bretar eru ekki lausir við fannfergi og ófærð. Mikil snjókoma er nú víða um landið og hefur breska veðurstofan gefið út aðvaranir fyrir marga landshluta. Wales virðist ætla að verða verst úti að þessu sinni en þar er nú 18 gráða frost og mikill snjór. Mörg þúsund manns komast ekki til vinnu sinnar og sumir vinnustaðir hafa hreinlega lokað alveg og ætla að bíða af sér það versta. Þá eru flugvellir að lokast víða um Skotland, þar á meðal í Glasgow, og má búast við töluverðum truflunum á samgöngum. Veðurstofan spáir slæmu veðri og miklum snjó fram yfir áramót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×