Erlent

Segir eftirlitsmenn hafa gert mistök

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki.
Myndin tengist fréttinni ekki.

Mistök eftirlitsmanna og öryggiskerfi sem brást eru orsakir þess að Nígeríumaðurinn Umar Farouk Abdulmutallab komst um borð í farþegaþotu með sprengju sem hæglega hefði getað sprengt gat á skrokk flugvélarinnar hefði hún sprungið. Þetta segir Barack Obama Bandaríkjaforseti sem nú hefur látið fara rækilega ofan í saumana á málinu. Hann telur það óforsvaranlegt að maður, sem var á skrá hjá bandarískum yfirvöldum sem öfgasinnaður múslimi með tengsl við al Qaeda, hafi fengið að fara um borð í flugvélina í Amsterdam án ítarlegrar vopnaleitar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×