Erlent

Kraftaverk í Colorado

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Móðirin, Tracy Hermanstorfer, ásamt nýfæddum syni sínum.
Móðirin, Tracy Hermanstorfer, ásamt nýfæddum syni sínum.

Það þykir ganga kraftaverki næst að takast skyldi að bjarga lífi móður og sveinbarns, sem hún var að fæða, á aðfangadagskvöld í Colorado Springs í Colorado, eftir að móðirin fór í öndunar- og hjartastopp í miðri fæðingu. Hún sýndi á tímabili engin lífsmörk og læknar ákváðu að lokum að taka barnið með keisaraskurði til að freista þess að bjarga lífi þess. Það tókst en hjartsláttur nýburans var mjög veikur og virtist við það að stöðvast. Tvö læknateymi sinntu mæðginunum og beittu öllum tiltækum lífgunaraðferðum í góða stund og skyndilega tók hjarta móðurinnar að slá á nýjan leik. Sonurinn hresstist einnig fljótlega og nú heilsast báðum ágætlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×