Erlent

Sleppa 980 Palestínumönnum fyrir einn Ísraela

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Gilad Shalit.
Gilad Shalit.

Ríkissaksóknarinn í Ísrael hefur lýst því yfir að semja megi um að Ísraelar láti 980 Palestínumenn, sem þeir hafa í haldi, lausa í skiptum fyrir einn ísraelskan hermann sem hin palestínsku Hamas-samtök hafa haft í haldi í þrjú ár. Samningaviðræður hafa verið í gangi milli Ísraela og Palestínumanna um hermanninn sem heitir Gilad Shalit en Egyptar og Þjóðverjar hafa verið milligöngumenn í þeim viðræðum. Hamas-samtökin sendu frá sér einnar mínútu langt myndband í október til að sanna að Shalit væri á lífi en þar sést hann lesa dagblað sem dagsett er 14. september og segist vera við góða heilsu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×