Erlent

Eitraði fyrir óléttri hjákonu eiginmannsins

Smábarn. Mynd tengist ekki fréttinni beint.
Smábarn. Mynd tengist ekki fréttinni beint.

Rétt rúmlega þrítug kona frá Brooklyn í New York hefur verið handtekin fyrir að hafa reynt að myrða hvítvoðung tvívegis samkvæmt New York Post.

Konan, sem heitir Kisha Jones, komst að því að Monique Hunter ætti í ástarsambandi við eiginmann hennar og það sem meira var; að hún var ólétt eftir framhjáhaldið.

Kisha, sem sjálf á þrjú börn með hinum ótrúa eiginmanni sínum, ákvað því að byrla hjákonuna eitur. Áætlun sviknu eiginkonunnar var í raun furðu flókin því hún falsaði lyfseðil og lét líta út eins og lyfin væru önnur en þau reyndust vera og að læknir konunnar hefði skrifað upp á þau. Svo lét hún senda hjákonunni smáskilaboð um að lyf, sem hún tók að jafnaði, væru tilbúin í apóteki. Hjákonan fór og sótti lyfin óaðvitandi að um sterk fóstureyðingarlyf væri að ræða. Þegar hún innbyrgði þau fékk hún hríðir og eignaðist barnið nokkrum klukkutímum síðar, þó nokkuð fyrir tímann.

Fæðingin gekk vel og barnið fæddist heilbrigt.

Þegar Kisha komst að því að hin myrka ætlunargerð hafði mistekist varð hún sér út um banvænt eitur og blandaði því við mjólk. Svo fór hún á spítalann þar sem hjákonan og barnið lágu eftir erfiða fæðinguna. Þar laug Kisha að starfsfólki að hún væri móðir barnsins og ætlaði að gefa því mjólk í pela. Hún gekk meira að það segja svo langt að sýna þeim pelann með eitrinu en hjúkrunarkonur áttuðu sig á því að vökvinn gæti ekki verið brjóstamjólk.

Starfsfólkinu grunaði strax að þarna væri maðkur í mysunni og kölluðu því á lögregluna. Þá fyrst kom skuggalega áætlun Kishu í ljós.

Lögreglan handtók Kishu og sætir hún nú varðhaldi. Hún hefur þegar verið ákærð fyrir morðtilraun, fölsun á lyfseðlum og að hafa framkvæmt ólöglega fóstureyðingu. Eiginmaður hennar er ekki grunaður um að hafa vera með í ráðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×