Innlent

Einn ölvaður og annar velti stolnum bíl

Árekstur varð í Ármúla í Reykjavík í gærkvöldi þegar ölvaður ökumaður ók á öfugum vegarhelmingi á móti umferð. Ökumaður, sem á móti kom, sveigði yfir á öfugan vegarhelming til að forðast árekstur, en þá sveigði sá ölvaði yfir á réttan vegarhelming sín megin og skall þá á honum. Engan sakaði, en sá ölvaði gistir nú fangageymslur. Í sömu fangageymslum dvelur ökumaður, sem í gær ók stolnum bíl á ofsahraða víða um höfuðborgarsvæðið og nam ekki staðar fyrr en lögreglubíl var ekið á bílinn þannig að hann valt. Bílþjófinn og farþega hans sakaði ekki, en bíllinn er talinn ónýtur og fjórir lögreglubílar skemmdust í eftirförinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×