Hitar upp með Hebba og Europe í græjunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2009 15:15 Árni sést hér fyrir aftan Gunnar Magnússon, aðalþjálfara HK. Mynd/Anton „Við verðum þarna kolklikkaðir feðgarnir á sitt hvorum bekknum í kvöld. Þetta verður bara æðislegt," sagði kátur Árni Stefánsson, aðstoðarþjálfari HK, en HK er á leið norður til þess að mæta liði Akureyrar í mikilvægum leik í N1-deildinni. Aðstoðarþjálfari Akureyrarliðsins er sonur Árna, Stefán, og má því búast við fjöri á hliðarlínunni líkt og Árni hefur reyndar lofað. „Hann er alveg eins og snýttur út úr nefinu á pabba sínum. Hann er ótrúlega líkur mér. Við erum báðir alveg bandbrjálaðir á bekknum og látum vel í okkur heyra." Árni var lengi vel aðstoðarmaður KA og er mikill Akureyringur. Hann segir því sérstaka tilhlökkun að fara norður. „Það er alltaf æðislegt að fara norður. Þetta verður vonandi líka frábær skemmtun, fullt hús og bara eins og í gamla daga," sagði Árni en hann er ánægður að sjá að stemningin á Akureyri sé að verða eins og hún var þegar hann var þar á sínum tíma. „Það yljar mér um hjartaræturnar að sjá hvernig þetta er að verða. Mjög ánægjulegt að sjá hvernig þessi sameining hefur gengið fyrir sig og bara allt jákvætt." Leikurinn í kvöld er ákaflega mikilvægur fyrir bæði lið. HK er í 5. sæti með 17 stig en Akureyri í 6. sæti með 15. Hvorugt lið má því varla við því að tapa og þá sérstaklega ekki Akureyri sem er nánast úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni með tapi. Árni var í miklu stuði heima hjá sér þegar Vísir náði tali af honum áðan og var að undirbúa sig fyrir leik á sama hátt og hann hefur gert í mörg ár. „Ég er núna að hlusta á Can´t walk away með Hebba. Hebbi klikkar ekki og kemur mér alltaf í gírinn. Svo hlusta ég líka á The Final Countdown með Europe og þá er ég klár í slaginn," sagði Árni léttur sem fyrr. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Sjá meira
„Við verðum þarna kolklikkaðir feðgarnir á sitt hvorum bekknum í kvöld. Þetta verður bara æðislegt," sagði kátur Árni Stefánsson, aðstoðarþjálfari HK, en HK er á leið norður til þess að mæta liði Akureyrar í mikilvægum leik í N1-deildinni. Aðstoðarþjálfari Akureyrarliðsins er sonur Árna, Stefán, og má því búast við fjöri á hliðarlínunni líkt og Árni hefur reyndar lofað. „Hann er alveg eins og snýttur út úr nefinu á pabba sínum. Hann er ótrúlega líkur mér. Við erum báðir alveg bandbrjálaðir á bekknum og látum vel í okkur heyra." Árni var lengi vel aðstoðarmaður KA og er mikill Akureyringur. Hann segir því sérstaka tilhlökkun að fara norður. „Það er alltaf æðislegt að fara norður. Þetta verður vonandi líka frábær skemmtun, fullt hús og bara eins og í gamla daga," sagði Árni en hann er ánægður að sjá að stemningin á Akureyri sé að verða eins og hún var þegar hann var þar á sínum tíma. „Það yljar mér um hjartaræturnar að sjá hvernig þetta er að verða. Mjög ánægjulegt að sjá hvernig þessi sameining hefur gengið fyrir sig og bara allt jákvætt." Leikurinn í kvöld er ákaflega mikilvægur fyrir bæði lið. HK er í 5. sæti með 17 stig en Akureyri í 6. sæti með 15. Hvorugt lið má því varla við því að tapa og þá sérstaklega ekki Akureyri sem er nánast úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni með tapi. Árni var í miklu stuði heima hjá sér þegar Vísir náði tali af honum áðan og var að undirbúa sig fyrir leik á sama hátt og hann hefur gert í mörg ár. „Ég er núna að hlusta á Can´t walk away með Hebba. Hebbi klikkar ekki og kemur mér alltaf í gírinn. Svo hlusta ég líka á The Final Countdown með Europe og þá er ég klár í slaginn," sagði Árni léttur sem fyrr.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti