Jafntefli í háspennuleik á Akureyri 4. mars 2009 18:45 Akureyri og HK gerðu 25-25 jafntefli í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Vísir var á staðnum og fylgist með gangi mála í beinni textalýsingu. Árni Sigtryggsson skoraði sjö mörk fyrir Akureyri en þeir Valdimar Þórsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson fimm hvor fyrir HK. Einhver læti voru í lok leiksins og Akureyri fékk aukakast við miðju. Árni reyndi skot sem fór í varnarvegginn. 20:22 - HK jafnar á lokasekúndunni! Ótrúlegar lokamínútur. Ásbjörn skoraði úr horninu. Lokatölur leiksins 25-25 jafntefli. 20:21 - Gusic kemur Akureyri yfir 25-24 þegar 45 sekúndur eru eftir. 20:20 - Akureyri jafnar, Andri Snær úr horninu. Gríðarleg stemning í húsinu. Ein og hálf eftir. Akureyri vinnur boltann þegar ein mínúta er eftir. 20:18 - Goran Gusic skorar úr víti og minnkar muninn í eitt mark á Akureyri. 23-24, tvær og hálf eftir. 20:16 - Hörður minnkar muninn aftur í tvö mörk fyrir Akureyri þegar þrjár og hálf lifa leiks. Þetta er að takast hjá HK. 20:13 - Spenna norðan heiða. HK er tveimur mörkum yfir 21-23 þegar fimm mínútur eru eftir. Andri Snær var að minnka muninn fyrir heimamenn. 20:11 - Akureyri tekur leikhlé þegar átta mínútur lifa leiks. Staðan er 19-22 og útlitið gott fyrir Kópavogsbúa. 20:08 - Hörður Flóki heldur Akureyri inni í leiknum. HK er þó þremur mörkum yfir, 19-22 20:04 - Valdimar Þórsson skorar með langskoti sem fór í stöngina og inn. HK komið þremur mörkum yfir 17-20. 20:00 - HK hefur forystu 17-18. Ásbjörn Stefánsson skorar úr horninu. Einn lykilmanna Akureyrar, Andri Snær Stefánsson, á við einhver meiðsli að stríða 19:57 - Akureyri minnkar muninn í 16-17. Mistök á báða bóga og hægur sóknarleikur. 19:52 - Enn skorar Ragnar og HK leiðir með tveimur mörkum, 14-16. Sókn Akureyringa er afar þunglamaleg. HK er í sókn. Fimm mínútur búnar og Árni jafnar fyrir Akureyri. 14-14 en Ragnar kemur HK aftur einu marki yfir. 19:48 - HK kemst yfir með marki frá Brynjari úr hraðaupphlaupi. 13-14. HK hefur jafnað í 13-13. Fyrst skoraði Gunnar Steinn, Sveinbjörn varði síðan og Ragnar Hjaltested jafnaði. Fjórar mínútur búnar af seinni hálfleik. 19:44 - Síðari hálfleikur er hafinn. HK-menn byrjuðu með boltann en tókst ekki að jafna leikinn. Þess í stað var það Rúnar þjálfari heimamanna sem skoraði og kom Akureyri í 13-11. 19:30 - Það er kominn hálfleikur á Akureyri. Staðan er 12-11 fyrir heimamenn sem hafa verið skrefinu á undan allan hálfleikinn. Hafþór Einarsson markmaður þeirra hefur varið átta skot en Sveinbjörn í marki HK fjögur. Árni Sigtryggsson og Hörður Fannar hafa skorað þrjú mörk fyrir Aureyri en Ólafur, Valdimar og Brynjar hafa skorað þrjú fyrir HK. Brynjar Hreggviðsson minnkar muninn í 11-10 eftir mistök Akureyringa. Tvær og hálf mínúta í hálfleik. Valdimar er farinn að hitna og jafnar leikinn í 11-11 þegar ein mínúta er til hálfleiks. 19:25 - Eftir 25 mínútur er staðan 10-9. Oddur skoraði úr hraðaupphlaupi fyrir Akureyri en Valdimar svaraði fyrir HK með góðu skoti. Staðan er nú 9-8. Einar Ingi skoraði af línunni fyrir HK en Andri Snær svaraði fyrir heimamenn. Vörn Akureyringa er sterk en HK skorar með langskoti frá Ólafi Bjarka. 19:22 - Hafþór ver úr dauðafæri frá Ragnari Snæ Njálssyni og Akureyri getur aukið muninn í þrjú mörk. Staðan 7-5 eftir 19 mínútur. Sveinbjörn ver aftur á móti frá Rúnari. 19:19 - Hafþór ver úr dauðafæri frá Ragnari Snæ Njálssyni og Akureyri getur aukið muninn í þrjú mörk. Staðan 7-5 eftir 19 mínútur. Sveinbjörn ver aftur á móti frá Rúnari. 19:15 - Fimmtán mínútur eru liðnar og staðan er 6-5 fyrir heimamenn. Gestirnir létu Hafþór verja frá sér í síðustu sókn en Akureyri kastaði boltanum svo frá sér. 19:13 - Hörður Fannar kemur Akureyri í 6-4. Hann hefur skorað helming marka liðsins. Valdimar rekinn útaf í tvær mínútur hjá HK. Akureyri á skot í slá og HK jafnar í 4-4 úr hraðaupphlaupi. Akureyri skorar hinsvegar líka og er 5-4 yfir. 19:10 - Enn skýtur Valdimar en Hafþór ver. Sveinbjörn ver síðan skot í hraðaupphlaupi frá Oddi Grétarssyni. Staðan er 3-2 fyrir Akureyri eftir 10 mínútur. 19:06 - Valdimar Þórsson er ekki í stuði hjá HK. Hann hefur skotið þrisvar en öll skotin hafa geigað. Staðan er nú 3-2 fyrir Akureyri. 19:05 - Fimm mínútur eru liðnar og staðan er 2-2. Sókn Akureyringa er vandræðaleg og hæg. 19:02 - Athygli vekur að Rúnar Sigtryggsson stillir sjálfum sér upp í skyttunni, með bróðir sinn Árna hinu megin. Akureyri komst í 1-0 með marki frá Herði Fannari Sigþórssyni af línunni. Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn í Akureyri sem byrja með boltann. Olís-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Akureyri og HK gerðu 25-25 jafntefli í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Vísir var á staðnum og fylgist með gangi mála í beinni textalýsingu. Árni Sigtryggsson skoraði sjö mörk fyrir Akureyri en þeir Valdimar Þórsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson fimm hvor fyrir HK. Einhver læti voru í lok leiksins og Akureyri fékk aukakast við miðju. Árni reyndi skot sem fór í varnarvegginn. 20:22 - HK jafnar á lokasekúndunni! Ótrúlegar lokamínútur. Ásbjörn skoraði úr horninu. Lokatölur leiksins 25-25 jafntefli. 20:21 - Gusic kemur Akureyri yfir 25-24 þegar 45 sekúndur eru eftir. 20:20 - Akureyri jafnar, Andri Snær úr horninu. Gríðarleg stemning í húsinu. Ein og hálf eftir. Akureyri vinnur boltann þegar ein mínúta er eftir. 20:18 - Goran Gusic skorar úr víti og minnkar muninn í eitt mark á Akureyri. 23-24, tvær og hálf eftir. 20:16 - Hörður minnkar muninn aftur í tvö mörk fyrir Akureyri þegar þrjár og hálf lifa leiks. Þetta er að takast hjá HK. 20:13 - Spenna norðan heiða. HK er tveimur mörkum yfir 21-23 þegar fimm mínútur eru eftir. Andri Snær var að minnka muninn fyrir heimamenn. 20:11 - Akureyri tekur leikhlé þegar átta mínútur lifa leiks. Staðan er 19-22 og útlitið gott fyrir Kópavogsbúa. 20:08 - Hörður Flóki heldur Akureyri inni í leiknum. HK er þó þremur mörkum yfir, 19-22 20:04 - Valdimar Þórsson skorar með langskoti sem fór í stöngina og inn. HK komið þremur mörkum yfir 17-20. 20:00 - HK hefur forystu 17-18. Ásbjörn Stefánsson skorar úr horninu. Einn lykilmanna Akureyrar, Andri Snær Stefánsson, á við einhver meiðsli að stríða 19:57 - Akureyri minnkar muninn í 16-17. Mistök á báða bóga og hægur sóknarleikur. 19:52 - Enn skorar Ragnar og HK leiðir með tveimur mörkum, 14-16. Sókn Akureyringa er afar þunglamaleg. HK er í sókn. Fimm mínútur búnar og Árni jafnar fyrir Akureyri. 14-14 en Ragnar kemur HK aftur einu marki yfir. 19:48 - HK kemst yfir með marki frá Brynjari úr hraðaupphlaupi. 13-14. HK hefur jafnað í 13-13. Fyrst skoraði Gunnar Steinn, Sveinbjörn varði síðan og Ragnar Hjaltested jafnaði. Fjórar mínútur búnar af seinni hálfleik. 19:44 - Síðari hálfleikur er hafinn. HK-menn byrjuðu með boltann en tókst ekki að jafna leikinn. Þess í stað var það Rúnar þjálfari heimamanna sem skoraði og kom Akureyri í 13-11. 19:30 - Það er kominn hálfleikur á Akureyri. Staðan er 12-11 fyrir heimamenn sem hafa verið skrefinu á undan allan hálfleikinn. Hafþór Einarsson markmaður þeirra hefur varið átta skot en Sveinbjörn í marki HK fjögur. Árni Sigtryggsson og Hörður Fannar hafa skorað þrjú mörk fyrir Aureyri en Ólafur, Valdimar og Brynjar hafa skorað þrjú fyrir HK. Brynjar Hreggviðsson minnkar muninn í 11-10 eftir mistök Akureyringa. Tvær og hálf mínúta í hálfleik. Valdimar er farinn að hitna og jafnar leikinn í 11-11 þegar ein mínúta er til hálfleiks. 19:25 - Eftir 25 mínútur er staðan 10-9. Oddur skoraði úr hraðaupphlaupi fyrir Akureyri en Valdimar svaraði fyrir HK með góðu skoti. Staðan er nú 9-8. Einar Ingi skoraði af línunni fyrir HK en Andri Snær svaraði fyrir heimamenn. Vörn Akureyringa er sterk en HK skorar með langskoti frá Ólafi Bjarka. 19:22 - Hafþór ver úr dauðafæri frá Ragnari Snæ Njálssyni og Akureyri getur aukið muninn í þrjú mörk. Staðan 7-5 eftir 19 mínútur. Sveinbjörn ver aftur á móti frá Rúnari. 19:19 - Hafþór ver úr dauðafæri frá Ragnari Snæ Njálssyni og Akureyri getur aukið muninn í þrjú mörk. Staðan 7-5 eftir 19 mínútur. Sveinbjörn ver aftur á móti frá Rúnari. 19:15 - Fimmtán mínútur eru liðnar og staðan er 6-5 fyrir heimamenn. Gestirnir létu Hafþór verja frá sér í síðustu sókn en Akureyri kastaði boltanum svo frá sér. 19:13 - Hörður Fannar kemur Akureyri í 6-4. Hann hefur skorað helming marka liðsins. Valdimar rekinn útaf í tvær mínútur hjá HK. Akureyri á skot í slá og HK jafnar í 4-4 úr hraðaupphlaupi. Akureyri skorar hinsvegar líka og er 5-4 yfir. 19:10 - Enn skýtur Valdimar en Hafþór ver. Sveinbjörn ver síðan skot í hraðaupphlaupi frá Oddi Grétarssyni. Staðan er 3-2 fyrir Akureyri eftir 10 mínútur. 19:06 - Valdimar Þórsson er ekki í stuði hjá HK. Hann hefur skotið þrisvar en öll skotin hafa geigað. Staðan er nú 3-2 fyrir Akureyri. 19:05 - Fimm mínútur eru liðnar og staðan er 2-2. Sókn Akureyringa er vandræðaleg og hæg. 19:02 - Athygli vekur að Rúnar Sigtryggsson stillir sjálfum sér upp í skyttunni, með bróðir sinn Árna hinu megin. Akureyri komst í 1-0 með marki frá Herði Fannari Sigþórssyni af línunni. Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn í Akureyri sem byrja með boltann.
Olís-deild karla Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira