Innlent

Vill tryggja að sem fæstir lendi á atvinnuleysisskrá

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir Haarde forsætisráðherra.
Geir Haarde forsætisráðherra.

„Atvinnuleysi er því miður að aukast en okkar verkefni er að tryggja að sem fæstir lendi á atvinnuleysisskrá og þeir séu þar sem styst," sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

Vinnumálastofnun birti nýjar atvinnuleysistölur fyrir hádegi. Skráð atvinnuleysi var tæp fimm prósent í desember og jókst það um 45 prósent að meðaltali frá mánuðinum á undan. Geir segir að þetta sé ekki meira atvinnuleysi en hann hafi búist við fyrst eftir hrun bankana.










Tengdar fréttir

Atvinnuleysi jókst um 45 prósent á milli mánaða

Skráð atvinnuleysi var tæp fimm prósent í desember og jókst það um 45 prósent að meðaltali frá mánuðinum á undan. Búist er við að atvinnuleysi aukist verulega nú í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×