Íslendingar til Zimbabwe vegna kólerufaraldurs 13. janúar 2009 15:33 Um 600 hafa látist af völdum kólerufaraldursins. Hjúkrunarfræðingarnir Hildur Magnúsdóttir og Maríanna Csillaq halda til Zimbabwe í dag og á morgun til að taka þátt í neyðaraðgerðum Rauða krossins vegna kólerufaraldurs í landinu. Þær munu starfa með neyðarteymum norska og finnska Rauða krossins. Fyrir er í Zimbabwe Huld Ingimarsdóttir sendifulltrúi Rauða krossins sem hefur stjórnað matvæladreifingu í landinu frá því í október. „Hildur og Maríanna verða 4-5 vikur í Zimbabwe. Kólerufaraldur hefur geisað í landinu síðan í byrjun desember, og hafa um 600 látist en talið er að um 13.000 landsmenn hafi smitast af sjúkdómnum," segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. „Hlutverk þeirra er að ferðast um þéttbýli og sveitir í mið- og austurhluta landsins, greina kólerutilfelli og vinna að forvörnum með þjálfun heilbrigðisstarfsfólks og sjálfboðaliða Rauða krossins í Zimbabwe. Sjö neyðarteymi Rauða krossins eru nú að störfum í Zimbabwe vegna kólerufaraldursins - þrjú heilbrigðisteymi frá finnska, norska og japanska Rauða krossinum, og fjögur vatnshreinsiteymi frá landsfélögum í Bretlandi, Frakklandi, á Spáni, og svo Þýskalandi og Austurríki." Þá segir að neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins vegna kólerunnar hljóði upp á 1,2 milljarða íslenskra króna. „Talið er að allt að helmingur landsmanna, sem eru um 12 milljónir alls, standi frammi fyrir hungursneyð á þessu ári. Helstu stoðir efnahagslífs og framleiðslu í landinu hafa brostið á undanförnum misserum vegna óðaverðbólgu og óstjórnar, og eru neyðarverkefni Rauða krossins líflína hundruð þúsunda manna sem þjást af völdum hungurs og sjúkdóma," segir einnig í tilkynningunni. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Hjúkrunarfræðingarnir Hildur Magnúsdóttir og Maríanna Csillaq halda til Zimbabwe í dag og á morgun til að taka þátt í neyðaraðgerðum Rauða krossins vegna kólerufaraldurs í landinu. Þær munu starfa með neyðarteymum norska og finnska Rauða krossins. Fyrir er í Zimbabwe Huld Ingimarsdóttir sendifulltrúi Rauða krossins sem hefur stjórnað matvæladreifingu í landinu frá því í október. „Hildur og Maríanna verða 4-5 vikur í Zimbabwe. Kólerufaraldur hefur geisað í landinu síðan í byrjun desember, og hafa um 600 látist en talið er að um 13.000 landsmenn hafi smitast af sjúkdómnum," segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. „Hlutverk þeirra er að ferðast um þéttbýli og sveitir í mið- og austurhluta landsins, greina kólerutilfelli og vinna að forvörnum með þjálfun heilbrigðisstarfsfólks og sjálfboðaliða Rauða krossins í Zimbabwe. Sjö neyðarteymi Rauða krossins eru nú að störfum í Zimbabwe vegna kólerufaraldursins - þrjú heilbrigðisteymi frá finnska, norska og japanska Rauða krossinum, og fjögur vatnshreinsiteymi frá landsfélögum í Bretlandi, Frakklandi, á Spáni, og svo Þýskalandi og Austurríki." Þá segir að neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins vegna kólerunnar hljóði upp á 1,2 milljarða íslenskra króna. „Talið er að allt að helmingur landsmanna, sem eru um 12 milljónir alls, standi frammi fyrir hungursneyð á þessu ári. Helstu stoðir efnahagslífs og framleiðslu í landinu hafa brostið á undanförnum misserum vegna óðaverðbólgu og óstjórnar, og eru neyðarverkefni Rauða krossins líflína hundruð þúsunda manna sem þjást af völdum hungurs og sjúkdóma," segir einnig í tilkynningunni.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira