Corporate Iceland 2. október 2009 06:30 Ein mesta raun sem nokkur þjóð getur orðið fyrir er að glata auðlindum sínum og æru. Þótt bankar hrynji eins og spilaborgir og ímyndin spillist eru auðlindir áfram máttarstólpar þjóðfélagsins, séu þær í eigu þess og umsjá. Þessu má líkja við frelsi, mannkosti og æru hvers og eins. Ný ógnarsókn í auðlindir Íslendinga er hafin. Hún er enn þá hættulegri nú en fyrir hrun vegna þess að umheimurinn veit að dvergþjóðin er í vanda og kann illa fótum sínum forráð, eins og stjórnmál fyrir hrun og strax eftir bera vott um. Lengi hef ég undrast undirgefni stjórnvalda gagnvart yfirþjóðlegum auðhringum og að sama skapi furðað mig á fjandskap þeirra gagnvart verndun íslenskra náttúruauðæfa, sjálfum sparisjóði og arfleifð Íslands. Vonum seinna, nú í stjórnartíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, er gerð heiðarleg tilraun til að spyrna gegn glannalegu afsali þjóðarauðæfa og eyðingu þeirra í þágu yfirþjóðlegra auðhringa.Hverju hefur stóriðjan skilað?Á síðustu áratugum hefur of marga Íslendinga dreymt að verða moldríkir, berast á, láta sig lítt varða aumingja og almúga þjóðfélagsins fremur en fátækt og umkomuleysi í öðrum löndum. Undirliggjandi hugmynd var sú að þeir sem ættu erfitt með að fóta sig í tilverunni ættu það skilið vegna aumingjaskapar og leti og fyrirhyggjuleysis. Nú hittir sú hugmynd fyrir fjölda Íslendinga sem misst hafa eigur og fjárhagslegan grundvöll fyrir tilstilli áhættustjórnmálamanna, spillingar í fjármálaumhverfi og veikra lagastoða sem nagaðar voru árum saman af téðum stjórnmálamönnum, ekki aðeins til að styrkja frjálst flæði peninga heldur líka til að auðvelda erlendum auðhringum umsvif á landinu. Smáþjóðin fríða og frjálsa varð eins og gjammandi hvolpur meðal stóru hundanna sem urruðu mest.Íslenskir ráðamenn unnu aldrei heimavinnuna sína og því vitum við ekki hvort allt virkjana- og stóriðjubröltið hefur skilað öðru en ofsafyllerí eru vön að gera: timburmönnum, vanlíðan, misklíð og vonbrigðum. Við höfum enn ekki staldrað við til að vega og meta afraksturinn, óháð trúarsannfæringu stjórnmálaafla. Ekki einu sinni eftir einhverja almestu athafnaódáð Íslandssögunnar – Kárahnjúkavirkjun – treysta menn sér til að doka við og hugsa ráð sitt, og samt er deginum ljósara að hverfandi líkur eru á að hún muni skila nokkru til þjóðarbúsins öðru en skuldum og alvarlegum náttúruspjöllum. Við lifum líka við þá skelfilegu ógn að svo fari að Kárahnjúkastíflur muni ekki halda, enda stíflum og lóni valinn einn versti hugsanlegi staður á Íslandi: í hvellsprungusvæði á jaðri rekbeltisins.Alþjóðavæðing auðhringjaLinnulaust hefur þessi smáþjóð byggt fyrir fjölþjóðleg risafyrirtæki sem eru fjárhagslega margfalt öflugri en íslenska þjóðarbúið. Stjórnvöld hafa skuldbundið þegna sína til að borga framkvæmdir fyrir fyrirtækin og tekið gríðarlega áhættu fyrir hönd almennings, styrkt risafyrirtækin með fjárframlögum, veitt þeim undanþágu á mengun og dregið úr hollustu umhverfisins á margan hátt. Er ekki rétt að spyrja hví í ósköpunum svo margir stjórnmálamenn starfi í þágu fjölþjóðlegra auðhringa? Hafa stjórnmálaflokkar þeirra hag af því? Fá valdir sveitarstjórnarmenn eða þingmenn denara í vasa? Vel er það þekkt erlendis og fremur regla en undanþága í þessum skuggalega félagsskap.Alþjóðavæðing auðhringa (e. corporate globalization) geisar inni á gafli hjá okkur. Hún er ógnvænlegasta útgáfa alþjóðavæðingarinnar. Við ætluðum að eiga samleið með öðrum þjóðum í alþjóðaviðskiptum og nýta okkur eðlilegt flæði fjármagns en byrjuðum í óðagotinu á því að bjóða Ísland falt fyrir lítið. Einn kommissar á vegum stjórnvalda var þannig sendur sérstaklega til Alcoa Inc. og hafði þar erindi án erfiðis. Yfirþjóðlegu risafyrirtækin runnu á lyktina og fönguðu okkur umsvifalaust. Framtíð þeirra byggir á því að sölsa undir sig auðlindir, einkum í vatni og orku, og þá geta þau þvingað ríkisstjórnir að vild. Líka með því að hóta að fara burtu með fjármagnið.Við erum ekki aðeins smá heldur hættulega fáfróð um eðli alþjóðavæðingar risafyrirtækja. Afleit er Helguvík en eitt átakanlegasta dæmið er í minni gömlu heimabyggð í Þingeyjarþingi. Ofurkapp ráðamanna þar á að fá álver er einhver lágkúrulegasta fásinna sem getur í orku- og auðlindanýtingu hér á landi fram til þessa og eru vondu dæmin þó ófá. Og nú þegar landsstjórnin hefur dug til að endurnýja ekki viljayfirlýsingu gagnvart hinum ofdekraða viðskiptarisa Alcoa Inc. eru þreifingar inni í ríki Landsvirkjunar og sveitarstjórnar Norðurþings að halda áfram á sömu braut. Þar er allt rjúkandi rúst í fjármálum. Landsvirkjun er í miklum kröggum og Þeistareykir ehf. tæknilega gjaldþrota eftir að hafa tekið alla áhættu af orkurannsóknum fyrir Alcoa Inc. Vissulega er brýnt að hafa iðandi atvinnustarfsemi í landinu en varla bætir það okkar hag eða stöðu að eyðileggja auðlindir niðja landsins.Nýjan sáttmálaUm allan heim er það viðfangsefni alþjóðavæðingar auðhringanna að villa fólki sýn, meðal annars með því að snúa hugtökum á haus: „sjálfbærni í orkuframleiðslu“ þýðir gernýting og óafturkræfni, „verndun auðlinda“ þýðir náttúruvíg, „samfélagslegar framfarir“ þýða lífsgæðarýrnun, „samstarf“ þýðir yfirtaka. Mikilvægt er um leið að átta sig á því að orkustefna Norðurþingsmanna er í takti við þessa stefnu. Hún er blind gernýting, eyðilegging á náttúruauði sem er fágætur í heiminum ef ekki einsdæmi. Sporin eftir þá á Þeistareykjum, í Gjástykki og við Leirhnjúk bera vott um að þeir bera ekki skynbragð á auðæfi eigin sveitar og reyna ekki að vanda til verka. Þannig er þetta í anda starfshátta og stefnu Landsvirkjunar líka. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar verður að móta nýjan sáttmála fyrir land og þjóð og starfa eftir honum. Landið okkar, þjóðin og Móðir Jörð kalla eftir ábyrgum stjórnvöldum, nýrri nýtingarstefnu með raunverulega sjálfbærni að leiðarljósi og hag almennings og þjóðar í forgangi.Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ein mesta raun sem nokkur þjóð getur orðið fyrir er að glata auðlindum sínum og æru. Þótt bankar hrynji eins og spilaborgir og ímyndin spillist eru auðlindir áfram máttarstólpar þjóðfélagsins, séu þær í eigu þess og umsjá. Þessu má líkja við frelsi, mannkosti og æru hvers og eins. Ný ógnarsókn í auðlindir Íslendinga er hafin. Hún er enn þá hættulegri nú en fyrir hrun vegna þess að umheimurinn veit að dvergþjóðin er í vanda og kann illa fótum sínum forráð, eins og stjórnmál fyrir hrun og strax eftir bera vott um. Lengi hef ég undrast undirgefni stjórnvalda gagnvart yfirþjóðlegum auðhringum og að sama skapi furðað mig á fjandskap þeirra gagnvart verndun íslenskra náttúruauðæfa, sjálfum sparisjóði og arfleifð Íslands. Vonum seinna, nú í stjórnartíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, er gerð heiðarleg tilraun til að spyrna gegn glannalegu afsali þjóðarauðæfa og eyðingu þeirra í þágu yfirþjóðlegra auðhringa.Hverju hefur stóriðjan skilað?Á síðustu áratugum hefur of marga Íslendinga dreymt að verða moldríkir, berast á, láta sig lítt varða aumingja og almúga þjóðfélagsins fremur en fátækt og umkomuleysi í öðrum löndum. Undirliggjandi hugmynd var sú að þeir sem ættu erfitt með að fóta sig í tilverunni ættu það skilið vegna aumingjaskapar og leti og fyrirhyggjuleysis. Nú hittir sú hugmynd fyrir fjölda Íslendinga sem misst hafa eigur og fjárhagslegan grundvöll fyrir tilstilli áhættustjórnmálamanna, spillingar í fjármálaumhverfi og veikra lagastoða sem nagaðar voru árum saman af téðum stjórnmálamönnum, ekki aðeins til að styrkja frjálst flæði peninga heldur líka til að auðvelda erlendum auðhringum umsvif á landinu. Smáþjóðin fríða og frjálsa varð eins og gjammandi hvolpur meðal stóru hundanna sem urruðu mest.Íslenskir ráðamenn unnu aldrei heimavinnuna sína og því vitum við ekki hvort allt virkjana- og stóriðjubröltið hefur skilað öðru en ofsafyllerí eru vön að gera: timburmönnum, vanlíðan, misklíð og vonbrigðum. Við höfum enn ekki staldrað við til að vega og meta afraksturinn, óháð trúarsannfæringu stjórnmálaafla. Ekki einu sinni eftir einhverja almestu athafnaódáð Íslandssögunnar – Kárahnjúkavirkjun – treysta menn sér til að doka við og hugsa ráð sitt, og samt er deginum ljósara að hverfandi líkur eru á að hún muni skila nokkru til þjóðarbúsins öðru en skuldum og alvarlegum náttúruspjöllum. Við lifum líka við þá skelfilegu ógn að svo fari að Kárahnjúkastíflur muni ekki halda, enda stíflum og lóni valinn einn versti hugsanlegi staður á Íslandi: í hvellsprungusvæði á jaðri rekbeltisins.Alþjóðavæðing auðhringjaLinnulaust hefur þessi smáþjóð byggt fyrir fjölþjóðleg risafyrirtæki sem eru fjárhagslega margfalt öflugri en íslenska þjóðarbúið. Stjórnvöld hafa skuldbundið þegna sína til að borga framkvæmdir fyrir fyrirtækin og tekið gríðarlega áhættu fyrir hönd almennings, styrkt risafyrirtækin með fjárframlögum, veitt þeim undanþágu á mengun og dregið úr hollustu umhverfisins á margan hátt. Er ekki rétt að spyrja hví í ósköpunum svo margir stjórnmálamenn starfi í þágu fjölþjóðlegra auðhringa? Hafa stjórnmálaflokkar þeirra hag af því? Fá valdir sveitarstjórnarmenn eða þingmenn denara í vasa? Vel er það þekkt erlendis og fremur regla en undanþága í þessum skuggalega félagsskap.Alþjóðavæðing auðhringa (e. corporate globalization) geisar inni á gafli hjá okkur. Hún er ógnvænlegasta útgáfa alþjóðavæðingarinnar. Við ætluðum að eiga samleið með öðrum þjóðum í alþjóðaviðskiptum og nýta okkur eðlilegt flæði fjármagns en byrjuðum í óðagotinu á því að bjóða Ísland falt fyrir lítið. Einn kommissar á vegum stjórnvalda var þannig sendur sérstaklega til Alcoa Inc. og hafði þar erindi án erfiðis. Yfirþjóðlegu risafyrirtækin runnu á lyktina og fönguðu okkur umsvifalaust. Framtíð þeirra byggir á því að sölsa undir sig auðlindir, einkum í vatni og orku, og þá geta þau þvingað ríkisstjórnir að vild. Líka með því að hóta að fara burtu með fjármagnið.Við erum ekki aðeins smá heldur hættulega fáfróð um eðli alþjóðavæðingar risafyrirtækja. Afleit er Helguvík en eitt átakanlegasta dæmið er í minni gömlu heimabyggð í Þingeyjarþingi. Ofurkapp ráðamanna þar á að fá álver er einhver lágkúrulegasta fásinna sem getur í orku- og auðlindanýtingu hér á landi fram til þessa og eru vondu dæmin þó ófá. Og nú þegar landsstjórnin hefur dug til að endurnýja ekki viljayfirlýsingu gagnvart hinum ofdekraða viðskiptarisa Alcoa Inc. eru þreifingar inni í ríki Landsvirkjunar og sveitarstjórnar Norðurþings að halda áfram á sömu braut. Þar er allt rjúkandi rúst í fjármálum. Landsvirkjun er í miklum kröggum og Þeistareykir ehf. tæknilega gjaldþrota eftir að hafa tekið alla áhættu af orkurannsóknum fyrir Alcoa Inc. Vissulega er brýnt að hafa iðandi atvinnustarfsemi í landinu en varla bætir það okkar hag eða stöðu að eyðileggja auðlindir niðja landsins.Nýjan sáttmálaUm allan heim er það viðfangsefni alþjóðavæðingar auðhringanna að villa fólki sýn, meðal annars með því að snúa hugtökum á haus: „sjálfbærni í orkuframleiðslu“ þýðir gernýting og óafturkræfni, „verndun auðlinda“ þýðir náttúruvíg, „samfélagslegar framfarir“ þýða lífsgæðarýrnun, „samstarf“ þýðir yfirtaka. Mikilvægt er um leið að átta sig á því að orkustefna Norðurþingsmanna er í takti við þessa stefnu. Hún er blind gernýting, eyðilegging á náttúruauði sem er fágætur í heiminum ef ekki einsdæmi. Sporin eftir þá á Þeistareykjum, í Gjástykki og við Leirhnjúk bera vott um að þeir bera ekki skynbragð á auðæfi eigin sveitar og reyna ekki að vanda til verka. Þannig er þetta í anda starfshátta og stefnu Landsvirkjunar líka. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar verður að móta nýjan sáttmála fyrir land og þjóð og starfa eftir honum. Landið okkar, þjóðin og Móðir Jörð kalla eftir ábyrgum stjórnvöldum, nýrri nýtingarstefnu með raunverulega sjálfbærni að leiðarljósi og hag almennings og þjóðar í forgangi.Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar