Viljayfirlýsing um byggingu einkasjúkrahúss í Mosfellsbæ 2. október 2009 14:29 Mosfellsbær, PrimaCare ehf. og Ístak hf. munu í dag rita undir viljayfirlýsingu um byggingu einkasjúkrahúss og hótels í Mosfellsbæ sem mun sérhæfa sig í mjaðmaliða- og hnjáaðgerðum fyrir útlendinga. Í tilkynningu segir að um sé að ræða allt að 20-30 þúsund fermetra byggingar og munu skapast 600-1000 störf í bæjarfélaginu. Gert er ráð fyrir að verkefnið kosti 13-20 milljarða króna en fjármögnun þess er í höndum svissnesks fjármögnunarfyrirtækis, Oppenheimer Investments AG. Samkvæmt áætlunum fyrirtækisins er gert ráð fyrir að fyrstu sjúklingarnir verði komi til aðgerða í árslok 2011. „Það þarf ekki að fjölyrða um það hversu mikil lyftistöng þetta verkefni verður fyrir samfélagið hér í Mosfellsbæ og nágrenni. Ekki einungis munu skapast hér 600-1000 störf á einu bretti heldur mun verkefnið hafa gífurleg áhrif vegna afleiddrar þjónustu sem af því skapast, jafnt vegna starfsfólks á sjúkrahúsinu og þeim sjúklingum og gestum sem þangað koma," segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. "Við gerum okkur til að mynda vonir um að hluti starfsfólksins kjósi að setjast að hér í okkar góða bæjarfélagi með öllum þeim kostum sem því fylgja." Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri PrimaCare segist afskaplega ánægður með að sjúkrahúsinu hafi verið valinn staður í Mosfellsbæ. „Einstakt umhverfið og metnaðarfull stefna Mosfellsbæjar í umhverfismálum var meðal þess sem átti mikinn þátt í að við völdum Mosfellsbæ enda fellur umhverfisstefna bæjarins mjög vel að okkar markmiðum. Auk þess hefur Mosfellsbær sett stefnu á að vera leiðandi á sviði heilsueflingar, endurhæfingar og lýðheilsu sem er góður jarðvegur fyrir verkefni okkar," segir Gunnar. „Við höfum átt mjög gott samstarf við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ sem og Ístak og önnur fyrirtæki í bænum sem munu koma að uppbyggingu sjúkrahússins. Við höfum fundið fyrir breiðri samstöðu innan sveitarfélagsins um þetta verkefni og miklum áhuga," segir Gunnar. Unnið er að stofnun Heilsufélags Mosfellsbæjar sem hafa mun það að markmiði að byggja upp þjónustu á sviði heilbrigðismála í bæjarfélaginu. Stefnt er að því að félagið fjárfesti í verkefni PrimaCare og hefur Íslandsbanki veitt ráðgjöf um stofnun þess. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Mosfellsbær, PrimaCare ehf. og Ístak hf. munu í dag rita undir viljayfirlýsingu um byggingu einkasjúkrahúss og hótels í Mosfellsbæ sem mun sérhæfa sig í mjaðmaliða- og hnjáaðgerðum fyrir útlendinga. Í tilkynningu segir að um sé að ræða allt að 20-30 þúsund fermetra byggingar og munu skapast 600-1000 störf í bæjarfélaginu. Gert er ráð fyrir að verkefnið kosti 13-20 milljarða króna en fjármögnun þess er í höndum svissnesks fjármögnunarfyrirtækis, Oppenheimer Investments AG. Samkvæmt áætlunum fyrirtækisins er gert ráð fyrir að fyrstu sjúklingarnir verði komi til aðgerða í árslok 2011. „Það þarf ekki að fjölyrða um það hversu mikil lyftistöng þetta verkefni verður fyrir samfélagið hér í Mosfellsbæ og nágrenni. Ekki einungis munu skapast hér 600-1000 störf á einu bretti heldur mun verkefnið hafa gífurleg áhrif vegna afleiddrar þjónustu sem af því skapast, jafnt vegna starfsfólks á sjúkrahúsinu og þeim sjúklingum og gestum sem þangað koma," segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. "Við gerum okkur til að mynda vonir um að hluti starfsfólksins kjósi að setjast að hér í okkar góða bæjarfélagi með öllum þeim kostum sem því fylgja." Gunnar Ármannsson, framkvæmdastjóri PrimaCare segist afskaplega ánægður með að sjúkrahúsinu hafi verið valinn staður í Mosfellsbæ. „Einstakt umhverfið og metnaðarfull stefna Mosfellsbæjar í umhverfismálum var meðal þess sem átti mikinn þátt í að við völdum Mosfellsbæ enda fellur umhverfisstefna bæjarins mjög vel að okkar markmiðum. Auk þess hefur Mosfellsbær sett stefnu á að vera leiðandi á sviði heilsueflingar, endurhæfingar og lýðheilsu sem er góður jarðvegur fyrir verkefni okkar," segir Gunnar. „Við höfum átt mjög gott samstarf við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ sem og Ístak og önnur fyrirtæki í bænum sem munu koma að uppbyggingu sjúkrahússins. Við höfum fundið fyrir breiðri samstöðu innan sveitarfélagsins um þetta verkefni og miklum áhuga," segir Gunnar. Unnið er að stofnun Heilsufélags Mosfellsbæjar sem hafa mun það að markmiði að byggja upp þjónustu á sviði heilbrigðismála í bæjarfélaginu. Stefnt er að því að félagið fjárfesti í verkefni PrimaCare og hefur Íslandsbanki veitt ráðgjöf um stofnun þess.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira