Webber stoltur af fyrsta sigrinum 13. júlí 2009 10:20 Kampakátur Webber á verðlaunapallinum á Nurburgring. Ástralinn Mark Webber vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 með Red Bull, sem varð í fyrsta og öðru sæti, en Sebastian Vettel fylgdi í kjölfar Webbers. Webber fótbrotnaði illa og axlarbrotnaði í vetur, en með strangri endurhæfingu gat hann stigið um borð í Formúlu 1 bíl í upphafi tímabilsins. Um tíma var talið að ferli Webbers væri lokið, en hann lenti framan á bíl þegar hann var í reiðhjólakeppni í Tasmaníu við Ástralíu. En með harðfylgi tókst Webber að mæta aftur til leiks og er með fjölda titanium pinna í vinstri fætinum. Þeir verða ekki teknir úr fyrr en í desember. Webber axlarbrotnaði líka og sagði liðinu ekki frá í því fyrstu, svo hann missti ekki sæti sitt hjá liðinu. "Sigurinn er mjög mikilvægur fyrir mig og Ástrali. Ég hefði viljað ná betri árangri á árinu, en fyrsti sigurinn er alltaf sætur. Við Ástralir erum stoltir af þjóðerni okkar og margir ökumenn hafa staðið sig vel, eins og Michael Doohan og Casey Stoner á mótorhjólum. Þetta var góður dagur fyrir Ástralíu og mig persónulega, en strákrnir í liðinu hafa smíðað sérstakan bíl undir handleiðslu Adrian Newey", sagði Webber eftir sigurinn á Nurburgring. Hann fagnaði gífurlega þegar hann kom í endamark, hló og grét, en sjá og heyra má viðbrögð hans hér. Með árangri Red Bull hefur liðið sett mikla pressu á Brawn liðið sem réð lögum og lofum í fyrstu mótum ársins, en Red Bull hefur unnið tvö síðustu mót. Jenson Button er efstur í stigamótinu, en Vettel og Webber hafa færst upp fyrir Rubens Barrichello. Sjá stöðuna í stigamótinu Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ástralinn Mark Webber vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 með Red Bull, sem varð í fyrsta og öðru sæti, en Sebastian Vettel fylgdi í kjölfar Webbers. Webber fótbrotnaði illa og axlarbrotnaði í vetur, en með strangri endurhæfingu gat hann stigið um borð í Formúlu 1 bíl í upphafi tímabilsins. Um tíma var talið að ferli Webbers væri lokið, en hann lenti framan á bíl þegar hann var í reiðhjólakeppni í Tasmaníu við Ástralíu. En með harðfylgi tókst Webber að mæta aftur til leiks og er með fjölda titanium pinna í vinstri fætinum. Þeir verða ekki teknir úr fyrr en í desember. Webber axlarbrotnaði líka og sagði liðinu ekki frá í því fyrstu, svo hann missti ekki sæti sitt hjá liðinu. "Sigurinn er mjög mikilvægur fyrir mig og Ástrali. Ég hefði viljað ná betri árangri á árinu, en fyrsti sigurinn er alltaf sætur. Við Ástralir erum stoltir af þjóðerni okkar og margir ökumenn hafa staðið sig vel, eins og Michael Doohan og Casey Stoner á mótorhjólum. Þetta var góður dagur fyrir Ástralíu og mig persónulega, en strákrnir í liðinu hafa smíðað sérstakan bíl undir handleiðslu Adrian Newey", sagði Webber eftir sigurinn á Nurburgring. Hann fagnaði gífurlega þegar hann kom í endamark, hló og grét, en sjá og heyra má viðbrögð hans hér. Með árangri Red Bull hefur liðið sett mikla pressu á Brawn liðið sem réð lögum og lofum í fyrstu mótum ársins, en Red Bull hefur unnið tvö síðustu mót. Jenson Button er efstur í stigamótinu, en Vettel og Webber hafa færst upp fyrir Rubens Barrichello. Sjá stöðuna í stigamótinu
Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira