Enski boltinn

Ferguson og Allardyce láta Benitez heyra það

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool.
Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur mátt þola gagnrýni úr mörgum áttum í dag - bæði frá Alex Ferguson, stjóra Manchester United, sem og Sam Allardyce hjá Blackburn.

Þeir Benitez og Ferguson hafa skipst á skotum frá því að Benitez gagnrýndi í janúar síðastliðnum hvernig Ferguson kæmi fram við knattspyrnudómara.

United mætir Everton um helgina og notaði Ferguson tækifærið í dag til að bauna á Benitez.

„Everton er stórt félag, ekki lítið eins og Benitez sagði eins og einhver hrokagikkur," sagði Ferguson. „Það er eitt að vera hrokafullur. Það er ekki hægt að fyrirgefa fyrirlitningu eins og hann sýndi Sam Alalrdyce um síðustu helgi."

Liverpool vann um síðustu helgi 4-0 sigur á Blackburn. „Þegar að Liverpool skoraði annað mark sitt í leiknum lét hann eins og að leikurinn væri búinn. Mér finnst að Sam eigi skilið að vera sýnd slík hegðun."

„Sam hefur lagt hart að sér fyrir samtök knattspyrnustjóra á Englandi og var með vængbrotið lið. Mér fannst þetta sýna fyrirlitningu."

Allardyce tók undir orð Ferguson í samtali við Sky Sports. „Það eru tvær ástæður fyrir því að þessi leikur situr enn í okkur. Ein þeirra er sú að liðið spilaði ekki vel. Við höfum vissulega átt við mikil meiðsli að stríða en mér finnst samt að liðið hefði getað spilað betur."

„Hin ástæðan er hegðun Rafa Benitez eftir annað mark þeirra. Mér fannst hún sýna mikla vanvirðingu og niðurlægingu."

„Ég vildi ræða við Benitez herbergi hans eftir leikinn en hann lét ekki sjá sig frekar en venjulega."

„Ég hef skoðað þetta atvik á myndbandi aftur í vikuknni og ég tel að ég hafi rétt fyrir mér. Ég tel líka að allir skilji hvað ég er að tala um."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×