Innlent

Milljónatjón þegar Sómabátur brann

Milljónatjón varð þegar mikill eldur gaus upp i hraðfiskibáti af Sómagerð, þar sem hann lá við bryggju í smábátahöfninni í Reykjanesbæ, um eittleytið í nótt. Slökkvilið var kvatt á vettvang og gekk slökkvistarfið vel, en báturinn er stórskemmdur ef ekki ónýtur. Eldsupptök eru ókunn. Í fyrstu var óttast að eldurinn kynni að læsa sig í nálæga báta, en eftir að slökkviliðið kom á vettvang var sú hætta úr sögunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×