Ragna vill auka framlög til dómstóla 12. nóvember 2009 13:58 Ragna Árnadóttir. Mynd/Anton Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra, hefur lagt til að fjárframlög til héraðsdómstóla verði aukinn og að héraðsdómurum verði fjölgað. Brýnt sé að bregaðast við vandann sem blasir við dómstólum. Þetta kom fram á þingfundi í dag. Það var Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hóf umræðuna en hún sagði fjárframlög til dómstóla ekki vera í samræmi við framlög til rannsóknaraðila. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður allsherjarnefndar, sagði það hafa verið að mistök að gera 10% hagræðingarkröfu til dómsmála, lögreglu og fangelsismála. „Það er ekki hægt að mínu viti að setja umtalsverða peninga í rannsóknir en líta ekki til þess að þessi mál þurfa síðan að fara fyrir dómstóla. Það er slæmt fyrir réttaröryggið í þessu landi að það verði gríðarlegur dráttur á að niðurstaða fáist. Bæði fyrir þjóðfélagið sjálft og einnig fyrir þá sem eiga ýmislegt undir því að niðurstaða fáist," sagði Ólöf. Ragna sagði fjöldi dómsmála hafa stóraukist að undanförnu og jafnframt væri fyrirsjáanlegt að bæði sakamálum og einkamálum komi til með að fjölga. Fram kom í máli Rögnu að Hæstiréttur telur sig ekki geta mætt sparnaðarkröfum yfirvalda nema með því að skerða verulega starfshæfni réttarins. Fjárveitingar til Hæstaréttar hafi um langt skeið verði afar naumar en um leið hafi málum við réttinn fjölgað umtalsvert. „Hæstiréttur bendir á að við blasir stórfelld fjölgun dómsmála í landinu sem tengjast hruni bankanna með einum eða öðrum hætti," sagði Ragna. Ragna sagði brýnt að bregðast við fjárhagsvanda dómstólanna. „Ég hef lagt til að veitt verði aukalega fjármagni til héraðsdómstóla og að héraðsdómurum verði fjölgað auk aðstoðarmönnum." Hún sagðist auk þess vilja að komið verði til móts við beiðni Hæstaréttar og að þeirri aukningu útgjalda verði mætt með hækkun dómsmálagjalda. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra, hefur lagt til að fjárframlög til héraðsdómstóla verði aukinn og að héraðsdómurum verði fjölgað. Brýnt sé að bregaðast við vandann sem blasir við dómstólum. Þetta kom fram á þingfundi í dag. Það var Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hóf umræðuna en hún sagði fjárframlög til dómstóla ekki vera í samræmi við framlög til rannsóknaraðila. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður allsherjarnefndar, sagði það hafa verið að mistök að gera 10% hagræðingarkröfu til dómsmála, lögreglu og fangelsismála. „Það er ekki hægt að mínu viti að setja umtalsverða peninga í rannsóknir en líta ekki til þess að þessi mál þurfa síðan að fara fyrir dómstóla. Það er slæmt fyrir réttaröryggið í þessu landi að það verði gríðarlegur dráttur á að niðurstaða fáist. Bæði fyrir þjóðfélagið sjálft og einnig fyrir þá sem eiga ýmislegt undir því að niðurstaða fáist," sagði Ólöf. Ragna sagði fjöldi dómsmála hafa stóraukist að undanförnu og jafnframt væri fyrirsjáanlegt að bæði sakamálum og einkamálum komi til með að fjölga. Fram kom í máli Rögnu að Hæstiréttur telur sig ekki geta mætt sparnaðarkröfum yfirvalda nema með því að skerða verulega starfshæfni réttarins. Fjárveitingar til Hæstaréttar hafi um langt skeið verði afar naumar en um leið hafi málum við réttinn fjölgað umtalsvert. „Hæstiréttur bendir á að við blasir stórfelld fjölgun dómsmála í landinu sem tengjast hruni bankanna með einum eða öðrum hætti," sagði Ragna. Ragna sagði brýnt að bregðast við fjárhagsvanda dómstólanna. „Ég hef lagt til að veitt verði aukalega fjármagni til héraðsdómstóla og að héraðsdómurum verði fjölgað auk aðstoðarmönnum." Hún sagðist auk þess vilja að komið verði til móts við beiðni Hæstaréttar og að þeirri aukningu útgjalda verði mætt með hækkun dómsmálagjalda.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira