Lífið

Svíi hreppti Glerlykilinn

Katrín Jakobsdóttir á fundi Evrópuráðs. Hún afhenti Glerlykilinn nú fyrir stundu.
Katrín Jakobsdóttir á fundi Evrópuráðs. Hún afhenti Glerlykilinn nú fyrir stundu.

Rétt í þessu afhenti Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra Glerlykilinn, verðlaun Skandinaviska Kriminalsällskapet, fyrir bestu, norrænu glæpasöguna.

Handhafi Glerlykilsins 2009 er Johan Theorin frá Svíþjóð, en bók hans, Nattfåk (Næturstormur) þótti best þeirra fimm frábæru glæpasagna, sem tilnefndar voru.

Aðrir tilnefndir: Arnaldur Indriðason fyrir Harðskafa, Lene Kaaberböl & Agnete Friis (DK) fyrir Drengen i kufferten, Marko Kilpi (FI) fyrir Jäätyneitä ruusuja (Frosnar rósir) og Vidar Sundstöl (NO) fyrir Drömmenes land.

Athöfnin fór fram í Norræna húsinu.

Dagskrá hinnar Norrænu glæpabylgju heldur áfram á morgun, laugardag, þegar þrír heimsþekktir glæpasagnahöfundar setjast að spjalli hver við annan og við áheyrendur í Norræna húsinu.

Þetta eru þau Diane Wei Liang (Bretland/Kína), Jo Nesbö (Noregur) og Yrsa Sigurðardóttir.

Dagskráin hefst kl. 14.30, er öllum opin og aðgangur er ókeypis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.