Ekki linnir Lottóskrifum 19. desember 2009 06:00 Eiður Guðnason skrifar um Lottó. Nýjasta framlag íþróttahreyfingarinnar til umræðunnar um Lottó er grein Harðar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Golfsambands Íslands, í Fréttablaðinu 16. desember. Hörður segir réttilega að Lottóhagnaðurinn sé opinbert fé. Þessvegna beindi ég spurningum til framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár, sem rekur Lottóið. Hann kaus að svara ekki, heldur talaði um fyrirspyrjanda sem „fólk úti í bæ", sem ekki væri skylt að upplýsa um fjármál Lottósins. Kannski framkvæmdastjóri GSÍ skýri málið fyrir framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár. Hörður segir það ómerkilegt að gefa í skyn að lottógróðinn sé notaður til að greiða ofurlaun og stunda brask. Hvaðan kemur íþróttahreyfingunni þá fé til að kaupa erlenda atvinnumenn í íþróttum hingað til lands og hvaðan koma UMFÍ fjármunir til stórbyggingar í miðbænum (sem engin þörf er á) þar sem átti meðal annars að reka hótel í samstarfi við félag sem þá var undir stjórn eins af forkólfum Framsóknar? Þeirri spurningu Harðar hvort ekki sé eðlilegt að endurskoða önnur einkaleyfi til reksturs happdrætta og spilakassa svara ég játandi. Mér finnst ekkert sjálfgefið að Rauði krossinn og Háskóli Íslands hafi tekjur af rekstri spilakassa. Mér finnst það raunar fremur óviðfelldið. Meiri vafi finnst mér leika á hinum hefðbundnu gömlu happdrættum. Þó er sjálfsagt að endurskoða þetta allt í heild. Engu fyrirkomulagi af þessu tagi er ætlað að standa til eilífðarnóns. Ég hef aðeins sagt að tímabært sé að endurskoða núverandi einkaleyfi og skiptingu hagnaðar. Jákvæð viðbrögð við þessum skrifum hafa sýnt mér, að ég er langt frá því að vera einn um þá skoðun. Varðandi fjármögnun starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga þá ætti hún fyrst og fremst að koma frá sveitarstjórnum og að hluta frá íþróttaiðkendum. Þeir sem sækja tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands greiða hluta af kostnaði við reksturinn með miðakaupum. Og að lokum: Hörður talar um forvarnargildi íþrótta. Íþróttir geta vissulega haft forvarnargildi, ef rétt er á málum haldið. En vænt þætti mér um ef Hörður útskýrði fyrir mér og lesendum Fréttablaðsins forvarnargildið sem felst í því gagnvart unglingum að hafa áfengi á boðstólum í golfskálum, þar sem fjöldi unglinga fer um. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Eiður Guðnason skrifar um Lottó. Nýjasta framlag íþróttahreyfingarinnar til umræðunnar um Lottó er grein Harðar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Golfsambands Íslands, í Fréttablaðinu 16. desember. Hörður segir réttilega að Lottóhagnaðurinn sé opinbert fé. Þessvegna beindi ég spurningum til framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár, sem rekur Lottóið. Hann kaus að svara ekki, heldur talaði um fyrirspyrjanda sem „fólk úti í bæ", sem ekki væri skylt að upplýsa um fjármál Lottósins. Kannski framkvæmdastjóri GSÍ skýri málið fyrir framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár. Hörður segir það ómerkilegt að gefa í skyn að lottógróðinn sé notaður til að greiða ofurlaun og stunda brask. Hvaðan kemur íþróttahreyfingunni þá fé til að kaupa erlenda atvinnumenn í íþróttum hingað til lands og hvaðan koma UMFÍ fjármunir til stórbyggingar í miðbænum (sem engin þörf er á) þar sem átti meðal annars að reka hótel í samstarfi við félag sem þá var undir stjórn eins af forkólfum Framsóknar? Þeirri spurningu Harðar hvort ekki sé eðlilegt að endurskoða önnur einkaleyfi til reksturs happdrætta og spilakassa svara ég játandi. Mér finnst ekkert sjálfgefið að Rauði krossinn og Háskóli Íslands hafi tekjur af rekstri spilakassa. Mér finnst það raunar fremur óviðfelldið. Meiri vafi finnst mér leika á hinum hefðbundnu gömlu happdrættum. Þó er sjálfsagt að endurskoða þetta allt í heild. Engu fyrirkomulagi af þessu tagi er ætlað að standa til eilífðarnóns. Ég hef aðeins sagt að tímabært sé að endurskoða núverandi einkaleyfi og skiptingu hagnaðar. Jákvæð viðbrögð við þessum skrifum hafa sýnt mér, að ég er langt frá því að vera einn um þá skoðun. Varðandi fjármögnun starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga þá ætti hún fyrst og fremst að koma frá sveitarstjórnum og að hluta frá íþróttaiðkendum. Þeir sem sækja tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands greiða hluta af kostnaði við reksturinn með miðakaupum. Og að lokum: Hörður talar um forvarnargildi íþrótta. Íþróttir geta vissulega haft forvarnargildi, ef rétt er á málum haldið. En vænt þætti mér um ef Hörður útskýrði fyrir mér og lesendum Fréttablaðsins forvarnargildið sem felst í því gagnvart unglingum að hafa áfengi á boðstólum í golfskálum, þar sem fjöldi unglinga fer um. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar