Erlent

Vilja forðast verðhjöðnun

Japan.
Japan.

Bankastjórn japanska seðlabankans ákvað í gær að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,1 prósenti. Vaxtastig í landinu hefur haldist óbreytt í eitt ár.

Bankastjórn japanska seðlabankans sagði í tilkynningu eftir vaxtaákvörðun í gærmorgun að íslenskum tíma áherslu lagða á að að koma í veg fyrir að verðhjöðnun geri vart við sig í efnahagslífinu. Bankinn hefur gripið til ýmissa ráða í viðleitni sinni gegn henni, svo sem dælt tugmilljörðum jena inn í efnahagslífið.

Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir Adrian Foster, sérfræðingi hjá Rabobank í Hong Kong, að bankastjórnin hafi ekki lagt fram nein plön í áætlun sinni gegn váboðanum. Bankinn og fjármálaráðherra landsins séu sammála um hvert skuli stefna, sem sé jákvætt. - jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×