Erlent

Tvö þúsund manns festust í Ermasundsgöngunum

Mynd/AFP
Meira en 2000 manns þurftu að dúsa í Ermasundsgöngunum í allt að 15 klukkustundir í nótt vegna bilunar í fimm lestum sem rakin er til veðurs.

Bilunin kom upp þegar lestarnar fóru úr kalda loftinu í Frakklandi og inn í ermasundsgöngin þar sem mun hlýrra loft er. Þetta orsakaði bilun í rafkerfi lestanna.

Sumir farþeganna voru ferjaðir um borð í vöruflutningalestir og komust þannig út úr göngunum en aðrir þurftu að dúsa um borð í biluðu lestunum í allt að 15 tíma. Án aðgangs að vatni, eða loftræstingu í miklum hita.

Öllum lestarferðum um göngin hefur verið frestað í dag. Einn af þeim fimm lestum sem biluðu er enn föst inn í göngunum en engir farþegar eru um borð í henni.

Þetta er í fyrsta skiptið síðan Ermasundsgöngin voru opnuð fyrir 15 árum sem rýma hefur þurft eitthvað af lestunum sem þar fer í gegn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×