Erlent

Illa merkt kort og biluð vél í skútumálinu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Áhöfnin, frelsinu fegin.
Áhöfnin, frelsinu fegin.

Ranglega merkt sjókort og biluð vél orsökuðu það að breska skútan, sem íranski sjóherinn stöðvaði og færði til hafnar í síðustu viku, villtist inn í íranska landhelgi. Þetta segir fimm manna áhöfnin sem var í haldi Írana þar til í fyrradag. Fólkið var á leið frá Bahrain til Dubai og reyndist landhelgislína Írans ekki merkt inn á sjókortið sem þau höfðu til umráða. Þeim var haldið föngnum og þau yfirheyrð um ferðir sínar í tæpa viku áður en breski utanríkisráðherrann David Miliband samdi við íranskan starfsbróður sinn um að sleppa þeim lausum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×