Erlent

Þróunarlöndin gengu á dyr í Kaupmannahöfn

Óli Tynes skrifar
Samninganefnd þróunarlandanna er gengin á dyr.
Samninganefnd þróunarlandanna er gengin á dyr.

Samninganefnd þróunarlandanna hefur gengið út af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Ástæðan er hreinn vítahringur.

Þróunarlöndin vilja að iðnríkin gangist við ábyrgð sinni og leggi fram loforð um hvað þau muni gera áður en farið verði að ræða um hvað þróunarlöndin þurfi að taka á sig.

Iðnríkin vilja hinsvegar ræða um skuldbindingar þróunarlandanna áður en þau gefa nokkur loforð.

Þetta leiddi til þess að nú fyrir stundu gengu fulltrúar G77 út af ráðstefnunni meðal annars úr margvísilegum vinnuhópum sem þar voru að störfum.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×