Myndatökur í dómsal 8. ágúst 2009 06:00 Í Danmörku og Noregi er lagt bann við því í lögum að taka myndir af sakborningi í dómhúsi og á leiðinni til og frá dómhúsi. Í lögum er jafnframt kveðið á um viðurlög ef brotið er gegn þessu banni og hefur fjölmiðlum verið gert að greiða sektir vegna slíkra brota. Rökin fyrir setningu framangreindra lagareglna í norrænum rétti eru þau að með myndbirtingum af sakborningi í dómhúsi og á leiðinni til og frá dómhúsi sé brotið gegn friðhelgi einkalífs viðkomandi sakbornings sem nýtur verndar stjórnarskrár og alþjóðlegra mannréttindasáttmála. Þessi rök eiga einnig við á Íslandi. Í 71. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu og sambærilegt ákvæði er að finna í 1. mgr. 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Það er einn þáttur í friðhelgi einkalífs að hver maður á rétt til eigin myndar. Af því leiðir sú meginreglan að myndataka og myndbirting af manni án hans samþykkis felur í sér brot á friðhelgi einkalífs hans. Samkvæmt sakamálalögum er sakborningi skylt að koma fyrir dóm við þingfestingu sakamáls. Ef sakborningur hlýðir ekki fyrirkalli dómara er heimilt að færa hann fyrir dóm með valdi. Sakborningur hefur því ekkert val. Hann getur ekki ákveðið að sitja heima í skjóli stjórnarskrárvarinna réttinda um friðhelgi heimilis og einkalífs. Honum er skylt að koma fyrir dóm og svara til saka. Á vefsvæði héraðsdóms er birt dagskrá yfir þau mál sem rekin eru fyrir viðkomandi dómstóli. Í dagskránni er greint frá nafni sakbornings, brotategund ásamt stað og stund þegar sakborningur á að mæta fyrir dóm. Fjölmiðlar fylgjast grannt með þessari dagskrá. Þegar sakborningur mætir fyrir dóm samkvæmt lagaboði er hann því auðveld bráð fjölmiðla sem skeyta oft engu um stjórnarskrárvarinn rétt viðkomandi sakbornings til friðhelgi einkalífs og rétt hans til eigin myndar. Með vísan til framangreindra sjónarmiða verður að telja að sú skylda hvíli ótvírætt á íslenskum stjórnvöldum að tryggja grundvallarmannréttindi sakbornings, þ.e. rétt til eigin myndar og friðhelgi einkalífs, séu virt við meðferð sakamála og þeir sem brjóta gegn þessum grundvallarréttindum verði beittir lögmæltum viðurlögum. Hvort fylgja eigi fordæmi Norðmanna og Dana og lögfesta bann við myndatökum af sakborningi í dómhúsi og á leiðinni til og frá dómhúsi verður ekki lagt mat á hér, en það hljóta að vera lágmarksréttindi sakbornings að hann þurfi ekki að sæta því að teknar séu af honum myndir í dómsal gegn vilja hans og þær birtar í fjölmiðlum. Höfundur er héraðsdómslögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Í Danmörku og Noregi er lagt bann við því í lögum að taka myndir af sakborningi í dómhúsi og á leiðinni til og frá dómhúsi. Í lögum er jafnframt kveðið á um viðurlög ef brotið er gegn þessu banni og hefur fjölmiðlum verið gert að greiða sektir vegna slíkra brota. Rökin fyrir setningu framangreindra lagareglna í norrænum rétti eru þau að með myndbirtingum af sakborningi í dómhúsi og á leiðinni til og frá dómhúsi sé brotið gegn friðhelgi einkalífs viðkomandi sakbornings sem nýtur verndar stjórnarskrár og alþjóðlegra mannréttindasáttmála. Þessi rök eiga einnig við á Íslandi. Í 71. gr. stjórnarskrárinnar er kveðið á um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu og sambærilegt ákvæði er að finna í 1. mgr. 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Það er einn þáttur í friðhelgi einkalífs að hver maður á rétt til eigin myndar. Af því leiðir sú meginreglan að myndataka og myndbirting af manni án hans samþykkis felur í sér brot á friðhelgi einkalífs hans. Samkvæmt sakamálalögum er sakborningi skylt að koma fyrir dóm við þingfestingu sakamáls. Ef sakborningur hlýðir ekki fyrirkalli dómara er heimilt að færa hann fyrir dóm með valdi. Sakborningur hefur því ekkert val. Hann getur ekki ákveðið að sitja heima í skjóli stjórnarskrárvarinna réttinda um friðhelgi heimilis og einkalífs. Honum er skylt að koma fyrir dóm og svara til saka. Á vefsvæði héraðsdóms er birt dagskrá yfir þau mál sem rekin eru fyrir viðkomandi dómstóli. Í dagskránni er greint frá nafni sakbornings, brotategund ásamt stað og stund þegar sakborningur á að mæta fyrir dóm. Fjölmiðlar fylgjast grannt með þessari dagskrá. Þegar sakborningur mætir fyrir dóm samkvæmt lagaboði er hann því auðveld bráð fjölmiðla sem skeyta oft engu um stjórnarskrárvarinn rétt viðkomandi sakbornings til friðhelgi einkalífs og rétt hans til eigin myndar. Með vísan til framangreindra sjónarmiða verður að telja að sú skylda hvíli ótvírætt á íslenskum stjórnvöldum að tryggja grundvallarmannréttindi sakbornings, þ.e. rétt til eigin myndar og friðhelgi einkalífs, séu virt við meðferð sakamála og þeir sem brjóta gegn þessum grundvallarréttindum verði beittir lögmæltum viðurlögum. Hvort fylgja eigi fordæmi Norðmanna og Dana og lögfesta bann við myndatökum af sakborningi í dómhúsi og á leiðinni til og frá dómhúsi verður ekki lagt mat á hér, en það hljóta að vera lágmarksréttindi sakbornings að hann þurfi ekki að sæta því að teknar séu af honum myndir í dómsal gegn vilja hans og þær birtar í fjölmiðlum. Höfundur er héraðsdómslögmaður.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar