Ný atvinnutækifæri í Reykjavík 28. desember 2009 06:00 Dofri Hermannsson skrifar um atvinnumál Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu er með því hæsta sem gerist í landinu og brýnt að borgaryfirvöld leiti allra leiða til að draga úr þeim vanda. Skortur á atvinnu er mestur í byggingariðnaði, hjá fólki með sérfræðimenntun og í verslun og þjónustu. Ljóst er að á tímum þegar sveitarfélög íhuga alvarlega að draga úr kennslu grunnskólabarna til að ná endum saman þarf að hugsa út fyrir rammann til að örva atvinnulífið. Hér verður gerð heiðarleg tilraun í þá átt.Niðurfelling fasteignagjaldaÞótt víða kreppi að í samfélaginu eru sem betur fer líka margir sem eiga í handraðanum fé sem þeir gjarna vildu setja í framkvæmdir. Það er hiklaust hlutverk borgarinnar að hvetja slíka aðila til að fara af stað sem fyrst. Ein leið sem mætti hugsa sér er að bjóða öllum Reykvíkingum sem hafa hug á að reisa viðbyggingar við hús sín niðurfellingu fasteignagjalda af viðbyggingunni í t.d. 5 ár. Vandséð er að borgin tapi tekjum af þessu úrræði þegar til lengri tíma er litið, einkum þegar hafður er í huga samfélagslegur kostnaður atvinnuleysis. Leiðsögn um reglugerðarfrumskóginnEinhverra hluta vegna er þrælflókið að koma á fót rekstri í Reykjavík. Hrakningasögur framtakssamra einstaklinga við að opna litla verslun, verkstæði, kaffihús, ísbúð eða annan rekstur eru óteljandi og hver annarri ótrúlegri. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að rekstur hafi öll tilskilin leyfi en hér hljóta að vera tækifæri til að leiðbeina fólki og spara því móferðirnar.Borgin gæti t.d. boðið öllum sem vilja stofna til reksturs í borginni ókeypis viðtal hjá ráðgjafa þar sem farið yrði yfir öll þau leyfi sem reksturinn þarfnast, hvar þau fáist, hvaða tíma má reikna með að öflun þeirra taki o.s.frv. Þetta myndi án efa spara mörgum dýrar tafir og virka hvetjandi á fólk með góðar hugmyndir að nýrri starfsemi.Hagræðing og erlend markaðssetningNýtt vinnumarkaðsúrræði, Starfsorka, gengur út á að fyrirtæki sem vilja ráðast í nýsköpunarverkefni af einhverju tagi geta ráðið starfsmann af atvinnuleysisskrá og fengið með honum fullar atvinnuleysisbætur í allt að eitt ár. Þetta hafa um 80 fyrirtæki nýtt sér skapað tæplega 200 ný störf. Þetta tækifæri ætti Reykjavíkurborg líka að nýta sér. Nú þarf sannarlega að leita leiða til að bæta verkferla, gera þjónustu borgarinnar skilvirkari og spara óþarfa kostnað en auk þess fellur vinna við erlenda markaðssetningu undir skilmála Starfsorku um nýsköpunarverkefni. Afrakstur nýsköpunarverkefna borgarinnar á þessum sviðum gætu skilað bættri nýtingu fjármuna, nýjum störfum og auknum ferðamannastraumi til borgarinnar sem er ein af undirstöðum atvinnu í verslun og þjónustu. 5000 störf í nýsköpunAlþingi samþykkti fyrir jól lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki af öllu tagi en miðað við reynslu annarra þjóða af sambærilegum aðgerðum gætu á næsta ári orðið til um 5000 ný störf vegna hagstæðara umhverfis nýsköpunarfyrirtækja.Í þessu felast mikil tækifæri fyrir Reykjavíkurborg sem ætti að reyna að bjóða þessum ört vaskandi fyrirtækjum eitthvað umfram önnur sveitarfélög. Hér mætti til dæmis hugsa sér tímabundinn stuðning eins og afslátt af fasteignagjöldum, rafmagni eða hita í tiltekinn árafjölda samkvæmt samningi. Þá verður seint ofmetin þörfin fyrir góða og skilvirka þjónustu borgarinnar við almennan rekstur í borginni.Úr vörn í sóknKreppur, jafn óvelkomnar og þær eru, hafa alltaf leyst úr læðingi nýjar hugmyndir og ný tækifæri. Hve hratt það gerist veltur mjög á afstöðu stjórnvalda til verkefnisins. Ekki skal lítið gert úr þeim góða vilja sem borgin sýnir með því að leggja fé í alls kyns félagsleg úrræði fyrir atvinnulausa, það er brýnt mál. Hinu má þó ekki gleyma að til að ekki sígi meira á ógæfuhliðina þarf borgin að snúa vörn í sókn og skapa borgarbúum betri skilyrði til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Þar eru ýmsar leiðir færar eins og hér hefur verið bent á.Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og verkefnisstjóri í Hátækni- og sprotavettvangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Dofri Hermannsson skrifar um atvinnumál Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu er með því hæsta sem gerist í landinu og brýnt að borgaryfirvöld leiti allra leiða til að draga úr þeim vanda. Skortur á atvinnu er mestur í byggingariðnaði, hjá fólki með sérfræðimenntun og í verslun og þjónustu. Ljóst er að á tímum þegar sveitarfélög íhuga alvarlega að draga úr kennslu grunnskólabarna til að ná endum saman þarf að hugsa út fyrir rammann til að örva atvinnulífið. Hér verður gerð heiðarleg tilraun í þá átt.Niðurfelling fasteignagjaldaÞótt víða kreppi að í samfélaginu eru sem betur fer líka margir sem eiga í handraðanum fé sem þeir gjarna vildu setja í framkvæmdir. Það er hiklaust hlutverk borgarinnar að hvetja slíka aðila til að fara af stað sem fyrst. Ein leið sem mætti hugsa sér er að bjóða öllum Reykvíkingum sem hafa hug á að reisa viðbyggingar við hús sín niðurfellingu fasteignagjalda af viðbyggingunni í t.d. 5 ár. Vandséð er að borgin tapi tekjum af þessu úrræði þegar til lengri tíma er litið, einkum þegar hafður er í huga samfélagslegur kostnaður atvinnuleysis. Leiðsögn um reglugerðarfrumskóginnEinhverra hluta vegna er þrælflókið að koma á fót rekstri í Reykjavík. Hrakningasögur framtakssamra einstaklinga við að opna litla verslun, verkstæði, kaffihús, ísbúð eða annan rekstur eru óteljandi og hver annarri ótrúlegri. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að rekstur hafi öll tilskilin leyfi en hér hljóta að vera tækifæri til að leiðbeina fólki og spara því móferðirnar.Borgin gæti t.d. boðið öllum sem vilja stofna til reksturs í borginni ókeypis viðtal hjá ráðgjafa þar sem farið yrði yfir öll þau leyfi sem reksturinn þarfnast, hvar þau fáist, hvaða tíma má reikna með að öflun þeirra taki o.s.frv. Þetta myndi án efa spara mörgum dýrar tafir og virka hvetjandi á fólk með góðar hugmyndir að nýrri starfsemi.Hagræðing og erlend markaðssetningNýtt vinnumarkaðsúrræði, Starfsorka, gengur út á að fyrirtæki sem vilja ráðast í nýsköpunarverkefni af einhverju tagi geta ráðið starfsmann af atvinnuleysisskrá og fengið með honum fullar atvinnuleysisbætur í allt að eitt ár. Þetta hafa um 80 fyrirtæki nýtt sér skapað tæplega 200 ný störf. Þetta tækifæri ætti Reykjavíkurborg líka að nýta sér. Nú þarf sannarlega að leita leiða til að bæta verkferla, gera þjónustu borgarinnar skilvirkari og spara óþarfa kostnað en auk þess fellur vinna við erlenda markaðssetningu undir skilmála Starfsorku um nýsköpunarverkefni. Afrakstur nýsköpunarverkefna borgarinnar á þessum sviðum gætu skilað bættri nýtingu fjármuna, nýjum störfum og auknum ferðamannastraumi til borgarinnar sem er ein af undirstöðum atvinnu í verslun og þjónustu. 5000 störf í nýsköpunAlþingi samþykkti fyrir jól lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki af öllu tagi en miðað við reynslu annarra þjóða af sambærilegum aðgerðum gætu á næsta ári orðið til um 5000 ný störf vegna hagstæðara umhverfis nýsköpunarfyrirtækja.Í þessu felast mikil tækifæri fyrir Reykjavíkurborg sem ætti að reyna að bjóða þessum ört vaskandi fyrirtækjum eitthvað umfram önnur sveitarfélög. Hér mætti til dæmis hugsa sér tímabundinn stuðning eins og afslátt af fasteignagjöldum, rafmagni eða hita í tiltekinn árafjölda samkvæmt samningi. Þá verður seint ofmetin þörfin fyrir góða og skilvirka þjónustu borgarinnar við almennan rekstur í borginni.Úr vörn í sóknKreppur, jafn óvelkomnar og þær eru, hafa alltaf leyst úr læðingi nýjar hugmyndir og ný tækifæri. Hve hratt það gerist veltur mjög á afstöðu stjórnvalda til verkefnisins. Ekki skal lítið gert úr þeim góða vilja sem borgin sýnir með því að leggja fé í alls kyns félagsleg úrræði fyrir atvinnulausa, það er brýnt mál. Hinu má þó ekki gleyma að til að ekki sígi meira á ógæfuhliðina þarf borgin að snúa vörn í sókn og skapa borgarbúum betri skilyrði til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Þar eru ýmsar leiðir færar eins og hér hefur verið bent á.Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og verkefnisstjóri í Hátækni- og sprotavettvangi.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar