Erpur ósáttur við Senu 30. október 2009 06:30 Erpur Eyvindarson telur að listinn yfir hundrað bestu plötur Íslandssögunnar sé ekki marktækur.fréttablaðið/arnþór Fyrsta plata XXX Rottweiler kemst aðeins í 102. sæti á nýlegum lista yfir bestu plötur Íslandssögunnar. Aðeins ein rappplata komst á lista yfir þær hundrað bestu, eða Jinx með Quarashi sem er í 54. sæti. „Þessi listi er bara djók. Ég er ekki að segja að fullt af hljómsveitum eigi ekki að vera þarna en það er alveg út í hött að við séum ekki þarna,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson. Rás 2, Félag hljómplötuframleiðenda og Tónlist.is stóðu fyrir valinu og birtist listinn í bókinni 100 bestu plötur Íslandssögunnar sem blaðamennirnir Jónatan Garðarsson og Arnar Eggert Thoroddsen skrifuðu. Alls stóð valið um 485 plötur frá 21 útgefanda. Almenningur, eða 1.990 manns, valdi úr þeim hópi hundrað bestu plöturnar ásamt hundrað manna dómnefnd valinna sérfræðinga, meðal annars frá félagsmönnum Félags hljómplötuframleiðenda, tónlistarblaðamönnum og fulltrúum útvarpsstöðva. Eftir að þær höfðu verið valdar tóku 2.400 manns þátt í að raða plötunum í sæti ásamt sjötíu manna dómnefnd. Atkvæði almennings giltu til helminga á móti atkvæðum dómnefndarfólks. Plata Sigur Rósar, Ágætis byrjun, hafnaði í efsta sæti og Lifun með Trúbroti í öðru. Erpur vill meina að Sena hafi farið af stað með listann í von um að selja fleiri plötur. Þess vegna sé fyllt upp í listann með plötum úr herbúðum Senu á meðan plata Rottweiler-hundanna komist ekki að. Hún sé ekki til á lager hjá Senu og því ekki þörf á að selja hana. „Listinn inniheldur óvéfengjanlega klassík en svo er fyllt upp í restina með Senu-plötum mestmegnis,“ segir Erpur. „Í kjölfarið á honum fer af stað herferð um að allar hundrað plöturnar séu seldar í búðum Skífunnar.“ Hann bætir við að Tónlist.is sé í eigu Senu og það veki hjá sér grunsemdir því val almennings fór fram á síðunni. Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu, vísar þessum ásökunum Erps á bug og segir þær varla svara verðar. „Sena stóð ekki fyrir þessu vali heldur voru það Rás 2, Félag hljómplötuframleiðenda og Tónlist.is. Sena á sextíu plötur af þessum hundrað, sem þeir sem þekkja tónlistarbransann hefðu getað giskað á fyrir fram. Jafnvægið á milli útgefenda á þessum lista er fyrirsjáanlegt.“ Eiður viðurkennir að markmiðið með listanum hafi verið að auka plötusölu en einnig að beina kastljósinu að góðum íslenskum plötum. „Þetta er fyrirbæri sem er mjög eðlilegt að gera á nokkurra ára fresti.“ Hvað varðar plötu Rottweiler-hundanna segir Eiður að almenningur hafi kosið hana í kringum 50. sætið en dómnefndin hafi valið hana í kringum 150. sætið. Svipað sé hægt að segja um nokkrar aðrar plötur. Eiður játar að Rottweiler-platan sé uppseld á lager hjá Skífunni en það hafi ekkert með valið að gera. „Ég held að síðustu hundrað eintökin af henni hafi selst á svona tveimur árum. Hún var algjörlega hætt að seljast eins og vill vera með plötur sem eru gríðarlega sterkar á ákveðnum tímapunkti. En ég held að þú finnir ekki þann lifandi mann sem er hundrað prósent sáttur með svona lista, það liggur í hlutarins eðli.“ Bætir hann við að aðrar plötuútgáfur hafi nýtt sér listann í söluskyni, rétt eins og Sena, og endurútgefið gamlar plötur, þar á meðal Smekkleysa. Arnar Eggert Thoroddsen segir að listinn endurspegli að miklu leyti smekk fólksins í landinu. „Þess vegna er mikið af Emilíönu Torrini, Hjálmum og hljómsveitum sem hafa víða skírskotun. Rottweiler-platan er söguleg plata og hún hefði pottþétt verið á listanum ef könnunin hefði verið gerð skömmu eftir 2000,“ segir Arnar Eggert. Einnig kemur það honum spánskt fyrir sjónir að hljómsveitin múm kemst ekki á topp 100-listann, sem sýni fyrst og fremst hversu vinsældavænn listinn sé. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Fyrsta plata XXX Rottweiler kemst aðeins í 102. sæti á nýlegum lista yfir bestu plötur Íslandssögunnar. Aðeins ein rappplata komst á lista yfir þær hundrað bestu, eða Jinx með Quarashi sem er í 54. sæti. „Þessi listi er bara djók. Ég er ekki að segja að fullt af hljómsveitum eigi ekki að vera þarna en það er alveg út í hött að við séum ekki þarna,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson. Rás 2, Félag hljómplötuframleiðenda og Tónlist.is stóðu fyrir valinu og birtist listinn í bókinni 100 bestu plötur Íslandssögunnar sem blaðamennirnir Jónatan Garðarsson og Arnar Eggert Thoroddsen skrifuðu. Alls stóð valið um 485 plötur frá 21 útgefanda. Almenningur, eða 1.990 manns, valdi úr þeim hópi hundrað bestu plöturnar ásamt hundrað manna dómnefnd valinna sérfræðinga, meðal annars frá félagsmönnum Félags hljómplötuframleiðenda, tónlistarblaðamönnum og fulltrúum útvarpsstöðva. Eftir að þær höfðu verið valdar tóku 2.400 manns þátt í að raða plötunum í sæti ásamt sjötíu manna dómnefnd. Atkvæði almennings giltu til helminga á móti atkvæðum dómnefndarfólks. Plata Sigur Rósar, Ágætis byrjun, hafnaði í efsta sæti og Lifun með Trúbroti í öðru. Erpur vill meina að Sena hafi farið af stað með listann í von um að selja fleiri plötur. Þess vegna sé fyllt upp í listann með plötum úr herbúðum Senu á meðan plata Rottweiler-hundanna komist ekki að. Hún sé ekki til á lager hjá Senu og því ekki þörf á að selja hana. „Listinn inniheldur óvéfengjanlega klassík en svo er fyllt upp í restina með Senu-plötum mestmegnis,“ segir Erpur. „Í kjölfarið á honum fer af stað herferð um að allar hundrað plöturnar séu seldar í búðum Skífunnar.“ Hann bætir við að Tónlist.is sé í eigu Senu og það veki hjá sér grunsemdir því val almennings fór fram á síðunni. Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu, vísar þessum ásökunum Erps á bug og segir þær varla svara verðar. „Sena stóð ekki fyrir þessu vali heldur voru það Rás 2, Félag hljómplötuframleiðenda og Tónlist.is. Sena á sextíu plötur af þessum hundrað, sem þeir sem þekkja tónlistarbransann hefðu getað giskað á fyrir fram. Jafnvægið á milli útgefenda á þessum lista er fyrirsjáanlegt.“ Eiður viðurkennir að markmiðið með listanum hafi verið að auka plötusölu en einnig að beina kastljósinu að góðum íslenskum plötum. „Þetta er fyrirbæri sem er mjög eðlilegt að gera á nokkurra ára fresti.“ Hvað varðar plötu Rottweiler-hundanna segir Eiður að almenningur hafi kosið hana í kringum 50. sætið en dómnefndin hafi valið hana í kringum 150. sætið. Svipað sé hægt að segja um nokkrar aðrar plötur. Eiður játar að Rottweiler-platan sé uppseld á lager hjá Skífunni en það hafi ekkert með valið að gera. „Ég held að síðustu hundrað eintökin af henni hafi selst á svona tveimur árum. Hún var algjörlega hætt að seljast eins og vill vera með plötur sem eru gríðarlega sterkar á ákveðnum tímapunkti. En ég held að þú finnir ekki þann lifandi mann sem er hundrað prósent sáttur með svona lista, það liggur í hlutarins eðli.“ Bætir hann við að aðrar plötuútgáfur hafi nýtt sér listann í söluskyni, rétt eins og Sena, og endurútgefið gamlar plötur, þar á meðal Smekkleysa. Arnar Eggert Thoroddsen segir að listinn endurspegli að miklu leyti smekk fólksins í landinu. „Þess vegna er mikið af Emilíönu Torrini, Hjálmum og hljómsveitum sem hafa víða skírskotun. Rottweiler-platan er söguleg plata og hún hefði pottþétt verið á listanum ef könnunin hefði verið gerð skömmu eftir 2000,“ segir Arnar Eggert. Einnig kemur það honum spánskt fyrir sjónir að hljómsveitin múm kemst ekki á topp 100-listann, sem sýni fyrst og fremst hversu vinsældavænn listinn sé. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira