Erpur ósáttur við Senu 30. október 2009 06:30 Erpur Eyvindarson telur að listinn yfir hundrað bestu plötur Íslandssögunnar sé ekki marktækur.fréttablaðið/arnþór Fyrsta plata XXX Rottweiler kemst aðeins í 102. sæti á nýlegum lista yfir bestu plötur Íslandssögunnar. Aðeins ein rappplata komst á lista yfir þær hundrað bestu, eða Jinx með Quarashi sem er í 54. sæti. „Þessi listi er bara djók. Ég er ekki að segja að fullt af hljómsveitum eigi ekki að vera þarna en það er alveg út í hött að við séum ekki þarna,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson. Rás 2, Félag hljómplötuframleiðenda og Tónlist.is stóðu fyrir valinu og birtist listinn í bókinni 100 bestu plötur Íslandssögunnar sem blaðamennirnir Jónatan Garðarsson og Arnar Eggert Thoroddsen skrifuðu. Alls stóð valið um 485 plötur frá 21 útgefanda. Almenningur, eða 1.990 manns, valdi úr þeim hópi hundrað bestu plöturnar ásamt hundrað manna dómnefnd valinna sérfræðinga, meðal annars frá félagsmönnum Félags hljómplötuframleiðenda, tónlistarblaðamönnum og fulltrúum útvarpsstöðva. Eftir að þær höfðu verið valdar tóku 2.400 manns þátt í að raða plötunum í sæti ásamt sjötíu manna dómnefnd. Atkvæði almennings giltu til helminga á móti atkvæðum dómnefndarfólks. Plata Sigur Rósar, Ágætis byrjun, hafnaði í efsta sæti og Lifun með Trúbroti í öðru. Erpur vill meina að Sena hafi farið af stað með listann í von um að selja fleiri plötur. Þess vegna sé fyllt upp í listann með plötum úr herbúðum Senu á meðan plata Rottweiler-hundanna komist ekki að. Hún sé ekki til á lager hjá Senu og því ekki þörf á að selja hana. „Listinn inniheldur óvéfengjanlega klassík en svo er fyllt upp í restina með Senu-plötum mestmegnis,“ segir Erpur. „Í kjölfarið á honum fer af stað herferð um að allar hundrað plöturnar séu seldar í búðum Skífunnar.“ Hann bætir við að Tónlist.is sé í eigu Senu og það veki hjá sér grunsemdir því val almennings fór fram á síðunni. Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu, vísar þessum ásökunum Erps á bug og segir þær varla svara verðar. „Sena stóð ekki fyrir þessu vali heldur voru það Rás 2, Félag hljómplötuframleiðenda og Tónlist.is. Sena á sextíu plötur af þessum hundrað, sem þeir sem þekkja tónlistarbransann hefðu getað giskað á fyrir fram. Jafnvægið á milli útgefenda á þessum lista er fyrirsjáanlegt.“ Eiður viðurkennir að markmiðið með listanum hafi verið að auka plötusölu en einnig að beina kastljósinu að góðum íslenskum plötum. „Þetta er fyrirbæri sem er mjög eðlilegt að gera á nokkurra ára fresti.“ Hvað varðar plötu Rottweiler-hundanna segir Eiður að almenningur hafi kosið hana í kringum 50. sætið en dómnefndin hafi valið hana í kringum 150. sætið. Svipað sé hægt að segja um nokkrar aðrar plötur. Eiður játar að Rottweiler-platan sé uppseld á lager hjá Skífunni en það hafi ekkert með valið að gera. „Ég held að síðustu hundrað eintökin af henni hafi selst á svona tveimur árum. Hún var algjörlega hætt að seljast eins og vill vera með plötur sem eru gríðarlega sterkar á ákveðnum tímapunkti. En ég held að þú finnir ekki þann lifandi mann sem er hundrað prósent sáttur með svona lista, það liggur í hlutarins eðli.“ Bætir hann við að aðrar plötuútgáfur hafi nýtt sér listann í söluskyni, rétt eins og Sena, og endurútgefið gamlar plötur, þar á meðal Smekkleysa. Arnar Eggert Thoroddsen segir að listinn endurspegli að miklu leyti smekk fólksins í landinu. „Þess vegna er mikið af Emilíönu Torrini, Hjálmum og hljómsveitum sem hafa víða skírskotun. Rottweiler-platan er söguleg plata og hún hefði pottþétt verið á listanum ef könnunin hefði verið gerð skömmu eftir 2000,“ segir Arnar Eggert. Einnig kemur það honum spánskt fyrir sjónir að hljómsveitin múm kemst ekki á topp 100-listann, sem sýni fyrst og fremst hversu vinsældavænn listinn sé. freyr@frettabladid.is Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
Fyrsta plata XXX Rottweiler kemst aðeins í 102. sæti á nýlegum lista yfir bestu plötur Íslandssögunnar. Aðeins ein rappplata komst á lista yfir þær hundrað bestu, eða Jinx með Quarashi sem er í 54. sæti. „Þessi listi er bara djók. Ég er ekki að segja að fullt af hljómsveitum eigi ekki að vera þarna en það er alveg út í hött að við séum ekki þarna,“ segir rapparinn Erpur Eyvindarson. Rás 2, Félag hljómplötuframleiðenda og Tónlist.is stóðu fyrir valinu og birtist listinn í bókinni 100 bestu plötur Íslandssögunnar sem blaðamennirnir Jónatan Garðarsson og Arnar Eggert Thoroddsen skrifuðu. Alls stóð valið um 485 plötur frá 21 útgefanda. Almenningur, eða 1.990 manns, valdi úr þeim hópi hundrað bestu plöturnar ásamt hundrað manna dómnefnd valinna sérfræðinga, meðal annars frá félagsmönnum Félags hljómplötuframleiðenda, tónlistarblaðamönnum og fulltrúum útvarpsstöðva. Eftir að þær höfðu verið valdar tóku 2.400 manns þátt í að raða plötunum í sæti ásamt sjötíu manna dómnefnd. Atkvæði almennings giltu til helminga á móti atkvæðum dómnefndarfólks. Plata Sigur Rósar, Ágætis byrjun, hafnaði í efsta sæti og Lifun með Trúbroti í öðru. Erpur vill meina að Sena hafi farið af stað með listann í von um að selja fleiri plötur. Þess vegna sé fyllt upp í listann með plötum úr herbúðum Senu á meðan plata Rottweiler-hundanna komist ekki að. Hún sé ekki til á lager hjá Senu og því ekki þörf á að selja hana. „Listinn inniheldur óvéfengjanlega klassík en svo er fyllt upp í restina með Senu-plötum mestmegnis,“ segir Erpur. „Í kjölfarið á honum fer af stað herferð um að allar hundrað plöturnar séu seldar í búðum Skífunnar.“ Hann bætir við að Tónlist.is sé í eigu Senu og það veki hjá sér grunsemdir því val almennings fór fram á síðunni. Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu, vísar þessum ásökunum Erps á bug og segir þær varla svara verðar. „Sena stóð ekki fyrir þessu vali heldur voru það Rás 2, Félag hljómplötuframleiðenda og Tónlist.is. Sena á sextíu plötur af þessum hundrað, sem þeir sem þekkja tónlistarbransann hefðu getað giskað á fyrir fram. Jafnvægið á milli útgefenda á þessum lista er fyrirsjáanlegt.“ Eiður viðurkennir að markmiðið með listanum hafi verið að auka plötusölu en einnig að beina kastljósinu að góðum íslenskum plötum. „Þetta er fyrirbæri sem er mjög eðlilegt að gera á nokkurra ára fresti.“ Hvað varðar plötu Rottweiler-hundanna segir Eiður að almenningur hafi kosið hana í kringum 50. sætið en dómnefndin hafi valið hana í kringum 150. sætið. Svipað sé hægt að segja um nokkrar aðrar plötur. Eiður játar að Rottweiler-platan sé uppseld á lager hjá Skífunni en það hafi ekkert með valið að gera. „Ég held að síðustu hundrað eintökin af henni hafi selst á svona tveimur árum. Hún var algjörlega hætt að seljast eins og vill vera með plötur sem eru gríðarlega sterkar á ákveðnum tímapunkti. En ég held að þú finnir ekki þann lifandi mann sem er hundrað prósent sáttur með svona lista, það liggur í hlutarins eðli.“ Bætir hann við að aðrar plötuútgáfur hafi nýtt sér listann í söluskyni, rétt eins og Sena, og endurútgefið gamlar plötur, þar á meðal Smekkleysa. Arnar Eggert Thoroddsen segir að listinn endurspegli að miklu leyti smekk fólksins í landinu. „Þess vegna er mikið af Emilíönu Torrini, Hjálmum og hljómsveitum sem hafa víða skírskotun. Rottweiler-platan er söguleg plata og hún hefði pottþétt verið á listanum ef könnunin hefði verið gerð skömmu eftir 2000,“ segir Arnar Eggert. Einnig kemur það honum spánskt fyrir sjónir að hljómsveitin múm kemst ekki á topp 100-listann, sem sýni fyrst og fremst hversu vinsældavænn listinn sé. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira