Stjórnir fyrirtækja borgarinnar 16. desember 2009 06:00 Oddný Sturludóttir skrifar um borgarmál. Þorjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi skrifaði athyglisverða grein um stjórnkerfi borgarinnar á mánudag. Hún fjallar um hversu erfitt fámenn borgarstjórn á með að sinna hlutveri sínu. Virðist helsti vandinn vera að borgarfulltrúar bítast um sæti í nefndum og stjórnum með fégræðgi að leiðarljósi. Þetta kannast ég reyndar ekki við en hef núna öðlast dýrmæta innsýn í þankagang borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þau skilja ekki stjórnkerfisbreytingar síðasta kjörtímabils því þau nálgast breytingar nær eingöngu út frá launa- og starfsumhverfi borgarfulltrúa. Hið rétta er að stjórnkerfisbreytingarnar snerust um aukið lýðræði, nærþjónustu við íbúa úti í hverfum og minni miðstýringu. Þorbjörg Helga víkur einnig að fyrirkomulagi í stjórnum fyrirtækja borgarinnar. Hér vil ég skoða málið í víðara samhengi og spyrja hvort eðlilegt sé að borgarfulltrúar sitji yfirleitt í stjórnum fyrirtækja? Það er andstætt nútímalegum stjórnarháttum í fyrirtækjum að sama fólk sinni bæði hlutverki stjórnarmanna og eigenda, borgarfulltrúar ættu að einbeita sér að því síðarnefnda. Í ofanálag er um starfandi stjórnmálamenn að ræða. Það er ekkert launungarmál að t.d. OR hefur liðið fyrir það allt of lengi að stjórnmálamenn noti hana sem pólitískan vígvöll. Það er varla til hagsbóta fyrir fyrirtækið. Borgarfulltrúar eru kjörnir fulltrúar íbúanna sem eiga jarðvarmann og vatnsbólin. Borgarfulltrúar eru því eins og hluthafar í fyrirtæki og koma að grundvallarstefnumótun fyrirtækisins; móta t.d. græna stefnu og fjárfestingarstefnu. Það gætu þeir hæglega gert í sérstöku orku- og auðlindaráði, sem hefði sama sess og önnur fagráð borgarinnar. Í stjórn fyrirtækisins ættu að sitja einstaklingar með víðtæka þekkingu til að veita stjórnendum fyrirtækisins aðhald, skipaðir af stjórnmálaflokkum til að ábyrgð þeirra sé skýr. Slíkt fyrirkomulag var viðhaft í 100 daga meirihlutanum með góðum árangri. Samfylkingin hefur ávallt staðið fyrir lýðræðislegum og gagnsæjum stjórnarháttum og að stjórnun fyrirtækja sé fagleg og hagsmunaárekstrar sem fæstir. Það er því tímabært að Samfylkingin í Reykjavík fylgi í orði eftir lýðræðislegum stjórnkerfisbreytingum síðasta kjörtímabils. Þar eru fyrirtæki borgarinnar ekki undanskilin. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Oddný Sturludóttir skrifar um borgarmál. Þorjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi skrifaði athyglisverða grein um stjórnkerfi borgarinnar á mánudag. Hún fjallar um hversu erfitt fámenn borgarstjórn á með að sinna hlutveri sínu. Virðist helsti vandinn vera að borgarfulltrúar bítast um sæti í nefndum og stjórnum með fégræðgi að leiðarljósi. Þetta kannast ég reyndar ekki við en hef núna öðlast dýrmæta innsýn í þankagang borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þau skilja ekki stjórnkerfisbreytingar síðasta kjörtímabils því þau nálgast breytingar nær eingöngu út frá launa- og starfsumhverfi borgarfulltrúa. Hið rétta er að stjórnkerfisbreytingarnar snerust um aukið lýðræði, nærþjónustu við íbúa úti í hverfum og minni miðstýringu. Þorbjörg Helga víkur einnig að fyrirkomulagi í stjórnum fyrirtækja borgarinnar. Hér vil ég skoða málið í víðara samhengi og spyrja hvort eðlilegt sé að borgarfulltrúar sitji yfirleitt í stjórnum fyrirtækja? Það er andstætt nútímalegum stjórnarháttum í fyrirtækjum að sama fólk sinni bæði hlutverki stjórnarmanna og eigenda, borgarfulltrúar ættu að einbeita sér að því síðarnefnda. Í ofanálag er um starfandi stjórnmálamenn að ræða. Það er ekkert launungarmál að t.d. OR hefur liðið fyrir það allt of lengi að stjórnmálamenn noti hana sem pólitískan vígvöll. Það er varla til hagsbóta fyrir fyrirtækið. Borgarfulltrúar eru kjörnir fulltrúar íbúanna sem eiga jarðvarmann og vatnsbólin. Borgarfulltrúar eru því eins og hluthafar í fyrirtæki og koma að grundvallarstefnumótun fyrirtækisins; móta t.d. græna stefnu og fjárfestingarstefnu. Það gætu þeir hæglega gert í sérstöku orku- og auðlindaráði, sem hefði sama sess og önnur fagráð borgarinnar. Í stjórn fyrirtækisins ættu að sitja einstaklingar með víðtæka þekkingu til að veita stjórnendum fyrirtækisins aðhald, skipaðir af stjórnmálaflokkum til að ábyrgð þeirra sé skýr. Slíkt fyrirkomulag var viðhaft í 100 daga meirihlutanum með góðum árangri. Samfylkingin hefur ávallt staðið fyrir lýðræðislegum og gagnsæjum stjórnarháttum og að stjórnun fyrirtækja sé fagleg og hagsmunaárekstrar sem fæstir. Það er því tímabært að Samfylkingin í Reykjavík fylgi í orði eftir lýðræðislegum stjórnkerfisbreytingum síðasta kjörtímabils. Þar eru fyrirtæki borgarinnar ekki undanskilin. Höfundur er borgarfulltrúi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun