Stjórnir fyrirtækja borgarinnar 16. desember 2009 06:00 Oddný Sturludóttir skrifar um borgarmál. Þorjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi skrifaði athyglisverða grein um stjórnkerfi borgarinnar á mánudag. Hún fjallar um hversu erfitt fámenn borgarstjórn á með að sinna hlutveri sínu. Virðist helsti vandinn vera að borgarfulltrúar bítast um sæti í nefndum og stjórnum með fégræðgi að leiðarljósi. Þetta kannast ég reyndar ekki við en hef núna öðlast dýrmæta innsýn í þankagang borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þau skilja ekki stjórnkerfisbreytingar síðasta kjörtímabils því þau nálgast breytingar nær eingöngu út frá launa- og starfsumhverfi borgarfulltrúa. Hið rétta er að stjórnkerfisbreytingarnar snerust um aukið lýðræði, nærþjónustu við íbúa úti í hverfum og minni miðstýringu. Þorbjörg Helga víkur einnig að fyrirkomulagi í stjórnum fyrirtækja borgarinnar. Hér vil ég skoða málið í víðara samhengi og spyrja hvort eðlilegt sé að borgarfulltrúar sitji yfirleitt í stjórnum fyrirtækja? Það er andstætt nútímalegum stjórnarháttum í fyrirtækjum að sama fólk sinni bæði hlutverki stjórnarmanna og eigenda, borgarfulltrúar ættu að einbeita sér að því síðarnefnda. Í ofanálag er um starfandi stjórnmálamenn að ræða. Það er ekkert launungarmál að t.d. OR hefur liðið fyrir það allt of lengi að stjórnmálamenn noti hana sem pólitískan vígvöll. Það er varla til hagsbóta fyrir fyrirtækið. Borgarfulltrúar eru kjörnir fulltrúar íbúanna sem eiga jarðvarmann og vatnsbólin. Borgarfulltrúar eru því eins og hluthafar í fyrirtæki og koma að grundvallarstefnumótun fyrirtækisins; móta t.d. græna stefnu og fjárfestingarstefnu. Það gætu þeir hæglega gert í sérstöku orku- og auðlindaráði, sem hefði sama sess og önnur fagráð borgarinnar. Í stjórn fyrirtækisins ættu að sitja einstaklingar með víðtæka þekkingu til að veita stjórnendum fyrirtækisins aðhald, skipaðir af stjórnmálaflokkum til að ábyrgð þeirra sé skýr. Slíkt fyrirkomulag var viðhaft í 100 daga meirihlutanum með góðum árangri. Samfylkingin hefur ávallt staðið fyrir lýðræðislegum og gagnsæjum stjórnarháttum og að stjórnun fyrirtækja sé fagleg og hagsmunaárekstrar sem fæstir. Það er því tímabært að Samfylkingin í Reykjavík fylgi í orði eftir lýðræðislegum stjórnkerfisbreytingum síðasta kjörtímabils. Þar eru fyrirtæki borgarinnar ekki undanskilin. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Oddný Sturludóttir skrifar um borgarmál. Þorjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi skrifaði athyglisverða grein um stjórnkerfi borgarinnar á mánudag. Hún fjallar um hversu erfitt fámenn borgarstjórn á með að sinna hlutveri sínu. Virðist helsti vandinn vera að borgarfulltrúar bítast um sæti í nefndum og stjórnum með fégræðgi að leiðarljósi. Þetta kannast ég reyndar ekki við en hef núna öðlast dýrmæta innsýn í þankagang borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þau skilja ekki stjórnkerfisbreytingar síðasta kjörtímabils því þau nálgast breytingar nær eingöngu út frá launa- og starfsumhverfi borgarfulltrúa. Hið rétta er að stjórnkerfisbreytingarnar snerust um aukið lýðræði, nærþjónustu við íbúa úti í hverfum og minni miðstýringu. Þorbjörg Helga víkur einnig að fyrirkomulagi í stjórnum fyrirtækja borgarinnar. Hér vil ég skoða málið í víðara samhengi og spyrja hvort eðlilegt sé að borgarfulltrúar sitji yfirleitt í stjórnum fyrirtækja? Það er andstætt nútímalegum stjórnarháttum í fyrirtækjum að sama fólk sinni bæði hlutverki stjórnarmanna og eigenda, borgarfulltrúar ættu að einbeita sér að því síðarnefnda. Í ofanálag er um starfandi stjórnmálamenn að ræða. Það er ekkert launungarmál að t.d. OR hefur liðið fyrir það allt of lengi að stjórnmálamenn noti hana sem pólitískan vígvöll. Það er varla til hagsbóta fyrir fyrirtækið. Borgarfulltrúar eru kjörnir fulltrúar íbúanna sem eiga jarðvarmann og vatnsbólin. Borgarfulltrúar eru því eins og hluthafar í fyrirtæki og koma að grundvallarstefnumótun fyrirtækisins; móta t.d. græna stefnu og fjárfestingarstefnu. Það gætu þeir hæglega gert í sérstöku orku- og auðlindaráði, sem hefði sama sess og önnur fagráð borgarinnar. Í stjórn fyrirtækisins ættu að sitja einstaklingar með víðtæka þekkingu til að veita stjórnendum fyrirtækisins aðhald, skipaðir af stjórnmálaflokkum til að ábyrgð þeirra sé skýr. Slíkt fyrirkomulag var viðhaft í 100 daga meirihlutanum með góðum árangri. Samfylkingin hefur ávallt staðið fyrir lýðræðislegum og gagnsæjum stjórnarháttum og að stjórnun fyrirtækja sé fagleg og hagsmunaárekstrar sem fæstir. Það er því tímabært að Samfylkingin í Reykjavík fylgi í orði eftir lýðræðislegum stjórnkerfisbreytingum síðasta kjörtímabils. Þar eru fyrirtæki borgarinnar ekki undanskilin. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar