Stjórnir fyrirtækja borgarinnar 16. desember 2009 06:00 Oddný Sturludóttir skrifar um borgarmál. Þorjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi skrifaði athyglisverða grein um stjórnkerfi borgarinnar á mánudag. Hún fjallar um hversu erfitt fámenn borgarstjórn á með að sinna hlutveri sínu. Virðist helsti vandinn vera að borgarfulltrúar bítast um sæti í nefndum og stjórnum með fégræðgi að leiðarljósi. Þetta kannast ég reyndar ekki við en hef núna öðlast dýrmæta innsýn í þankagang borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þau skilja ekki stjórnkerfisbreytingar síðasta kjörtímabils því þau nálgast breytingar nær eingöngu út frá launa- og starfsumhverfi borgarfulltrúa. Hið rétta er að stjórnkerfisbreytingarnar snerust um aukið lýðræði, nærþjónustu við íbúa úti í hverfum og minni miðstýringu. Þorbjörg Helga víkur einnig að fyrirkomulagi í stjórnum fyrirtækja borgarinnar. Hér vil ég skoða málið í víðara samhengi og spyrja hvort eðlilegt sé að borgarfulltrúar sitji yfirleitt í stjórnum fyrirtækja? Það er andstætt nútímalegum stjórnarháttum í fyrirtækjum að sama fólk sinni bæði hlutverki stjórnarmanna og eigenda, borgarfulltrúar ættu að einbeita sér að því síðarnefnda. Í ofanálag er um starfandi stjórnmálamenn að ræða. Það er ekkert launungarmál að t.d. OR hefur liðið fyrir það allt of lengi að stjórnmálamenn noti hana sem pólitískan vígvöll. Það er varla til hagsbóta fyrir fyrirtækið. Borgarfulltrúar eru kjörnir fulltrúar íbúanna sem eiga jarðvarmann og vatnsbólin. Borgarfulltrúar eru því eins og hluthafar í fyrirtæki og koma að grundvallarstefnumótun fyrirtækisins; móta t.d. græna stefnu og fjárfestingarstefnu. Það gætu þeir hæglega gert í sérstöku orku- og auðlindaráði, sem hefði sama sess og önnur fagráð borgarinnar. Í stjórn fyrirtækisins ættu að sitja einstaklingar með víðtæka þekkingu til að veita stjórnendum fyrirtækisins aðhald, skipaðir af stjórnmálaflokkum til að ábyrgð þeirra sé skýr. Slíkt fyrirkomulag var viðhaft í 100 daga meirihlutanum með góðum árangri. Samfylkingin hefur ávallt staðið fyrir lýðræðislegum og gagnsæjum stjórnarháttum og að stjórnun fyrirtækja sé fagleg og hagsmunaárekstrar sem fæstir. Það er því tímabært að Samfylkingin í Reykjavík fylgi í orði eftir lýðræðislegum stjórnkerfisbreytingum síðasta kjörtímabils. Þar eru fyrirtæki borgarinnar ekki undanskilin. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Oddný Sturludóttir skrifar um borgarmál. Þorjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi skrifaði athyglisverða grein um stjórnkerfi borgarinnar á mánudag. Hún fjallar um hversu erfitt fámenn borgarstjórn á með að sinna hlutveri sínu. Virðist helsti vandinn vera að borgarfulltrúar bítast um sæti í nefndum og stjórnum með fégræðgi að leiðarljósi. Þetta kannast ég reyndar ekki við en hef núna öðlast dýrmæta innsýn í þankagang borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Þau skilja ekki stjórnkerfisbreytingar síðasta kjörtímabils því þau nálgast breytingar nær eingöngu út frá launa- og starfsumhverfi borgarfulltrúa. Hið rétta er að stjórnkerfisbreytingarnar snerust um aukið lýðræði, nærþjónustu við íbúa úti í hverfum og minni miðstýringu. Þorbjörg Helga víkur einnig að fyrirkomulagi í stjórnum fyrirtækja borgarinnar. Hér vil ég skoða málið í víðara samhengi og spyrja hvort eðlilegt sé að borgarfulltrúar sitji yfirleitt í stjórnum fyrirtækja? Það er andstætt nútímalegum stjórnarháttum í fyrirtækjum að sama fólk sinni bæði hlutverki stjórnarmanna og eigenda, borgarfulltrúar ættu að einbeita sér að því síðarnefnda. Í ofanálag er um starfandi stjórnmálamenn að ræða. Það er ekkert launungarmál að t.d. OR hefur liðið fyrir það allt of lengi að stjórnmálamenn noti hana sem pólitískan vígvöll. Það er varla til hagsbóta fyrir fyrirtækið. Borgarfulltrúar eru kjörnir fulltrúar íbúanna sem eiga jarðvarmann og vatnsbólin. Borgarfulltrúar eru því eins og hluthafar í fyrirtæki og koma að grundvallarstefnumótun fyrirtækisins; móta t.d. græna stefnu og fjárfestingarstefnu. Það gætu þeir hæglega gert í sérstöku orku- og auðlindaráði, sem hefði sama sess og önnur fagráð borgarinnar. Í stjórn fyrirtækisins ættu að sitja einstaklingar með víðtæka þekkingu til að veita stjórnendum fyrirtækisins aðhald, skipaðir af stjórnmálaflokkum til að ábyrgð þeirra sé skýr. Slíkt fyrirkomulag var viðhaft í 100 daga meirihlutanum með góðum árangri. Samfylkingin hefur ávallt staðið fyrir lýðræðislegum og gagnsæjum stjórnarháttum og að stjórnun fyrirtækja sé fagleg og hagsmunaárekstrar sem fæstir. Það er því tímabært að Samfylkingin í Reykjavík fylgi í orði eftir lýðræðislegum stjórnkerfisbreytingum síðasta kjörtímabils. Þar eru fyrirtæki borgarinnar ekki undanskilin. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar