Erlent

Skaut rakettu að bæjarstarfsmanni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Maður var handtekinn í bænum Nørresundby á Norður-Jótlandi eftir að hann skaut stórri rakettu að bæjarstarfsmanni sem hafði nýlokið við að saga niður tré við götuna. Sá, sem rakettunni skaut, var staddur á svölum íbúðar sinnar og var að sögn lögreglu ósáttur við að bæjaryfirvöld hygðust fjarlægja tréð. Hann kveikti því í rakettunni og skaut henni að bæjarstarfsmanninum sem fékk rakettuna í sig en slasaðist ekki. Lögregla segir skotmanninn hafa verið ölvaðan og áréttar í samtali við Jótlandspóstinn að fólk skuli ekki skjóta flugeldum hvert að öðru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×