Erlent

Fasteignajöfur lætur til sín taka á uppboði

Höfuðstöðvar Keops í Danmörku Keops er eitt þeirra dönsku fasteignaþróunarfélaga sem komst í eigu Íslendinga, en sala félagsins til Stones Invest síðla árs í fyrra gekk ekki eftir vegna vanefnda danska félagsins.
Höfuðstöðvar Keops í Danmörku Keops er eitt þeirra dönsku fasteignaþróunarfélaga sem komst í eigu Íslendinga, en sala félagsins til Stones Invest síðla árs í fyrra gekk ekki eftir vegna vanefnda danska félagsins.

Auðmaður ryksugar upp eignir í stærsta nauðungaruppboði sögunnar segir í fyrirsögn vefútgáfu Berlingske Tidende í Danmörku í gær.

Vísað er til kaupa félags Mikaels Goldschmidt í samstarfi við BRFkredit á fasteignum í Klosterparken í Ringsted í Danmörku.

Um er að ræða 310 íbúðir sem áður voru í eigu félags Steen Gudes, Stones Invest, sem varð gjaldþrota á árinu.

Stones Invest gerði tilraun til að kaupa Keops Development af íslenska félaginu Landic Property en stóð ekki við skuldbindingar sínar og því rifti Landic þeim samningum í ágústlok í fyrra.

Íbúðirnar sem milljarðamæringurinn og fasteignajöfurinn Goldschmidt tekur nú yfir eru á svæði þar sem lóðarmælingin telur 223 þúsund fermetra, en íbúðafermetrarnir eru um 27 þúsund.

Þessi sami Mikael Goldschmidt seldi í ársbyrjun 2006 félag sitt Atlas Ejendomme Landic Property (en þá hét félagið Stoðir) og gjörþekkir danskan fasteignamarkað.

Goldschmidt gerir ráð fyrir að hagnast á viðskiptunum öllum, að því er er fram kemur í viðtali Berlingske við hann. Hann tekur fram að leigja eigi út íbúðirnar þar til fasteignamarkaður í Danmörku tekur við sér á ný, en til standi að vinna að margvíslegum endurbótum á svæðinu þangað til. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×