Ráðstöfun Lottóhagnaðar 16. desember 2009 06:00 Hörður Þorsteinsson skrifar um Lottó. Eiður Guðnason, fyrrverandi sendiherra, heldur áfram að hamast gegn íþróttahreyfingunni í grein sinni í Fréttablaðinu 10. desember. Þar fullyrðir hann að undirritaður hafi ekki hrakið neitt af því sem fram komi í grein hans um sama málefni sem líka birtist í Fréttablaðinu. Enn og aftur snýr Eiður út úr. Ekki var ætlun mín að hrekja nokkuð af því sem Eiður leggur til um skiptingu Lottóhagnaðar. Hann má hafa þá skoðun á skiptingu opinbers fjár, þar með talið skiptingu Lottóhagnaðar, sem hann vill. Þeirri skoðun deili ég ekki með honum og get ég eitt um það sagt, að ég er þakklátur fyrir að hann er ekki lengur á Alþingi, þar sem ákvarðanir um skiptingu opinberra fjármuna eru teknar. Aftur á móti fannst mér ómerkilegt af honum að gefa í skyn að íþróttafélög landsins og Ungmennasamtök Íslands noti fjármuni sína til að greiða ofurlaun og stundi brask. Íþróttasamband Íslands og Ungmennasamband Íslands standa fyrir viðamiklu starfi við ræktun lands og lýðs og fullyrði ég að þeim fjármunum sem renna til íþróttahreyfingarinnar sé vel varið. Ég hafna því að þeir séu nýttir til að greiða íþróttamönnum ofurlaun. Eðli málsins samkvæmt fer stór hluti þess fjármagns sem rennur til íþróttahreyfingarinnar í launagreiðslur, sem deilist á þúsundir þjálfara, leiðbeinenda og stjórnenda sem sjá um að þjálfa og skipuleggja þá starfsemi sem í boði er. Eiður lýsir þeirri skoðun sinni að golfíþróttin eigi ekki að njóta ríkisstyrkja eða Lottóhagnaðar. Ég er sammála Eiði um að Lottóhagnaðurinn sé ígildi beinna ríkisstyrkja. Get ég því með sama hætti sagt að þeir sem vilja hlusta á Sinfóníuhljómsveit Íslands og fara á tónleika þeirra geti borgað það úr eigin vasa, í stað þess að hljómsveitin fái framlag úr ríkissjóði sem er hærra en samanlagt framlag ríkisins til ÍSÍ og afrakstur ÍSÍ af Lottóhagnaði. Framlög ríkisins til listastofnana og listamanna eru margföld á við framlög til íþróttahreyfingarinnar. Ef breyta á fyrirkomulagi á skiptingu Lottóhagnaðar er eðlilegt að útgjöld til þessara samfélagsverkefna séu endurskoðuð í heild. Jafnframt væri fróðlegt að spyrja sendiherrann fyrrverandi hvort ekki sé jafnframt skynsamlegt að endurskoða einkaleyfi til happdrættisreksturs og reksturs spilakassa sem eru lögverndaðar peningamaskínur og skapa handhöfum þeirra margfalt fjármagn á við það sem Lottó skilar. Það er sannfæring mín að fjármunir úr almannasjóðum til íþróttahreyfingarinnar sé skynsamleg ráðstöfun fjármagns. Forvarnargildi íþrótta er mikið og eykur lífsgæði þeirra sem þær stunda. Jafnframt sýna margar rannsóknir að íþróttaiðkun sparar útgjöld til heilbrigðis- og félagsmála. Með öflugum stuðningi við íþróttahreyfinguna væri hægt að spara mikla fjármuni í opinberum rekstri, sem við gætum nýtt í aðra samfélagslega þjónustu eins og menningu og listir. Ef skoðað er frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2010 er því miður horfið af þeirri braut að efla fé til íþróttamála og mikill niðurskurður er á þeim málaflokki á meðan listastofnanir búa við lítinn sem engan niðurskurð á sinni starfsemi. Það er ekki okkar háttur í íþróttahreyfingunni að gagnrýna fjárveitingar til annarra aðila, við samgleðjumst með listastofnunum og listamönnum. Aftur á móti þurfum við í íþróttahreyfingunni að vera duglegri í að láta í okkur heyra og upplýsa ráðamenn um gildi íþróttastarfs fyrir samfélagið og hversu mikill þjóðhagslegur sparnaður er af því að hér á landi sé rekið öflugt íþróttastarf. Höfundur er framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Hörður Þorsteinsson skrifar um Lottó. Eiður Guðnason, fyrrverandi sendiherra, heldur áfram að hamast gegn íþróttahreyfingunni í grein sinni í Fréttablaðinu 10. desember. Þar fullyrðir hann að undirritaður hafi ekki hrakið neitt af því sem fram komi í grein hans um sama málefni sem líka birtist í Fréttablaðinu. Enn og aftur snýr Eiður út úr. Ekki var ætlun mín að hrekja nokkuð af því sem Eiður leggur til um skiptingu Lottóhagnaðar. Hann má hafa þá skoðun á skiptingu opinbers fjár, þar með talið skiptingu Lottóhagnaðar, sem hann vill. Þeirri skoðun deili ég ekki með honum og get ég eitt um það sagt, að ég er þakklátur fyrir að hann er ekki lengur á Alþingi, þar sem ákvarðanir um skiptingu opinberra fjármuna eru teknar. Aftur á móti fannst mér ómerkilegt af honum að gefa í skyn að íþróttafélög landsins og Ungmennasamtök Íslands noti fjármuni sína til að greiða ofurlaun og stundi brask. Íþróttasamband Íslands og Ungmennasamband Íslands standa fyrir viðamiklu starfi við ræktun lands og lýðs og fullyrði ég að þeim fjármunum sem renna til íþróttahreyfingarinnar sé vel varið. Ég hafna því að þeir séu nýttir til að greiða íþróttamönnum ofurlaun. Eðli málsins samkvæmt fer stór hluti þess fjármagns sem rennur til íþróttahreyfingarinnar í launagreiðslur, sem deilist á þúsundir þjálfara, leiðbeinenda og stjórnenda sem sjá um að þjálfa og skipuleggja þá starfsemi sem í boði er. Eiður lýsir þeirri skoðun sinni að golfíþróttin eigi ekki að njóta ríkisstyrkja eða Lottóhagnaðar. Ég er sammála Eiði um að Lottóhagnaðurinn sé ígildi beinna ríkisstyrkja. Get ég því með sama hætti sagt að þeir sem vilja hlusta á Sinfóníuhljómsveit Íslands og fara á tónleika þeirra geti borgað það úr eigin vasa, í stað þess að hljómsveitin fái framlag úr ríkissjóði sem er hærra en samanlagt framlag ríkisins til ÍSÍ og afrakstur ÍSÍ af Lottóhagnaði. Framlög ríkisins til listastofnana og listamanna eru margföld á við framlög til íþróttahreyfingarinnar. Ef breyta á fyrirkomulagi á skiptingu Lottóhagnaðar er eðlilegt að útgjöld til þessara samfélagsverkefna séu endurskoðuð í heild. Jafnframt væri fróðlegt að spyrja sendiherrann fyrrverandi hvort ekki sé jafnframt skynsamlegt að endurskoða einkaleyfi til happdrættisreksturs og reksturs spilakassa sem eru lögverndaðar peningamaskínur og skapa handhöfum þeirra margfalt fjármagn á við það sem Lottó skilar. Það er sannfæring mín að fjármunir úr almannasjóðum til íþróttahreyfingarinnar sé skynsamleg ráðstöfun fjármagns. Forvarnargildi íþrótta er mikið og eykur lífsgæði þeirra sem þær stunda. Jafnframt sýna margar rannsóknir að íþróttaiðkun sparar útgjöld til heilbrigðis- og félagsmála. Með öflugum stuðningi við íþróttahreyfinguna væri hægt að spara mikla fjármuni í opinberum rekstri, sem við gætum nýtt í aðra samfélagslega þjónustu eins og menningu og listir. Ef skoðað er frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2010 er því miður horfið af þeirri braut að efla fé til íþróttamála og mikill niðurskurður er á þeim málaflokki á meðan listastofnanir búa við lítinn sem engan niðurskurð á sinni starfsemi. Það er ekki okkar háttur í íþróttahreyfingunni að gagnrýna fjárveitingar til annarra aðila, við samgleðjumst með listastofnunum og listamönnum. Aftur á móti þurfum við í íþróttahreyfingunni að vera duglegri í að láta í okkur heyra og upplýsa ráðamenn um gildi íþróttastarfs fyrir samfélagið og hversu mikill þjóðhagslegur sparnaður er af því að hér á landi sé rekið öflugt íþróttastarf. Höfundur er framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun