Erlent

Nokkrir sendir til Illinoisríkis

Barack Obama
Undirbúningur að lokun Guantanamo gengur hægt.
fréttablaðið/AP
Barack Obama Undirbúningur að lokun Guantanamo gengur hægt. fréttablaðið/AP

Lítið notað ríkisfangelsi í sveitahéruðum Illinois verður notað til að hýsa nokkra fanga sem Bandaríkjaher hefur haldið árum saman án dóms og laga í Guantanamo-búðunum á Kúbu.

Fangelsinu, sem er í bænum Thomson, um það bil 240 kílómetrum frá Chicago, verður breytt þannig að öryggisreglur verða strangari en nokkurs staðar hefur þekkst í Bandaríkjunum til þessa.

Flutningur fanganna er nauðsynlegur til þess að hægt verði að loka fangabúðunum á Kúbu.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×