Lífsgildi valin – hvað svo? 17. desember 2009 06:00 Magni Hjálmarsson skrifar um lífsgildi. Orðið gildi þýðir verðmæti. Þjóðfundurinn um daginn valdi lífsgildin heiðarleika, virðingu, réttlæti og jafnrétti. Mikilvægt framtak og þakkarvert. En hvað svo? Fær þjóðin öll að vera með? Er það ekki hægt með tölvutækni nútímans? Hvað með birtingarform lífsgildanna? Fáum við tækifæri til að dýpka skilning okkar á gildunum, hvað í þeim felst og hvernig verja þau? Mig langar að deila með lesendum Fréttablaðsins hvernig unnið er með samsvarandi lífsgildi í þeim skólum sem vinna með Uppeldi til ábyrgðar - uppbyggingu sjálfsaga. Ég kalla þá uppbyggingarskóla. Eitt fyrsta verkefni þeirra er að gera nákvæmlega það sem gert var á þjóðfundinum. Kennarar og aðrir starfsmenn byrja á sjálfum sér og velja mikilvæg lífsgildi að hafa að leiðarljósi í samskiptum sínum. Síðan er farið með sömu vinnubrögð inn í bekkina. En lífsgildi eru óhlutstæð hugtök. Við þurfum að þekkja hvað í þeim felst í ýmsum aðstæðum. Ef bekkur í skóla hefði valið eins og þjóðfundurinn gerði yrði næsta verkefni: Hvernig birtist heiðarleiki og virðing í skólastofunni, á leikvellinum, í matsalnum? Hvað sjáum við, heyrum og finnum þar sem heiðarleiki og virðing ríkja? Eða hvernig birtist virðing og hvernig birtist óvirðing? Þetta verða skapandi og skemmtileg hópverkefni og skólinn fyllist af niðurstöðum hópa á veggspjöldum og með skreytingum. Næst eru lífsgildin felld inn í setningar sem segja hvað við viljum og þá er kominn sáttmáli til að skrifa undir. Álftanesskóli er einn af u.þ.b. 60 uppbyggingarskólum á landinu. Þar hljóðar starfsmannasáttmálinn þannig: „Við berum virðingu fyrir okkur sjálfum, öðrum og umhverfinu. Við vinnum í sátt og erum samstilltur hópur." Gildin sem felast í setningunum tveim eru því virðing, sátt og samstilling. Undir þetta gátu allir kennarar og starfsmenn skrifað af fúsum og frjálsum vilja. Ég tek eftir því á „twitter" og „facebook" að helsta áhyggjuefni manna varðandi gildin frá Þjóðfundi er að þau verði aðeins falleg orð á blaði. Í uppbyggingarskólunum eru ákveðin skýr þolmörk til að verja lífsgildin. Allir þurfa að vita hvað ekki má og hvaða afleiðingar það hefur að fara yfir mörkin. Að setja skýr mörk er auðvitað fyrst og fremst á ábyrgð skólastjórans, en börnin sjálf og foreldrarnir fá líka að svara spurningunni um hvaða brot séu mjög alvarleg - svo alvarleg að um þau þarf ekki að deila. Í skóla gæti listinn yfir ólíðandi framkomu verið þannig: Engar líkamsmeiðingar, Engin barefli eða vopn, Engin ögrun, Engan yfirgang, ofsóknir eða einelti, Engin fíkniefni, áfengi eða tóbak. Það kallast ekki „uppbygging" að beita viðurlögum heldur „reglufesta" og haft til vara. Þegar einhver er fjarlægður úr aðstæðunum eða sendur heim fyrir að fara yfir mörkin, er það gert til að skapa ráðrúm til að hugsa og ná jafnvægi, en ekki til að hefna og refsa. Skilgreining á uppbyggingu hljóðar á þennan veg: „Að skapa skilyrði fyrir mann til að geta leiðrétt eigin mistök eða rangsleitni og fá aftur inngöngu í hópinn hugprúðari en fyrr." Við erum alltaf að gera okkar besta. Börnum í uppbyggingarskólum er kennt að þekkja þarfir sínar og sinna þeim af ábyrgð. Þeim er líka kennt að það megi gera mistök. Mistök skapa besta tækifærið sem maður fær til að læra. Við segjum jafnvel við börnin: „Vertu ekki hrædd/ur við að gera mistök - við getum leiðrétt mistökin og þá lærir þú meira." Kæru Þjóðfundarmenn. Haldið áfram þessari vinnu sem fór af stað um daginn og leyfið öllum að vera með. Við þurfum nýjan sáttmála sem allir geta skrifað undir. Kannski þurfum við að „skunda á Þingvöll og treysta vor heit". Höfundur er félagi í áhugamannafélaginu Uppbygging sjálfsaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Magni Hjálmarsson skrifar um lífsgildi. Orðið gildi þýðir verðmæti. Þjóðfundurinn um daginn valdi lífsgildin heiðarleika, virðingu, réttlæti og jafnrétti. Mikilvægt framtak og þakkarvert. En hvað svo? Fær þjóðin öll að vera með? Er það ekki hægt með tölvutækni nútímans? Hvað með birtingarform lífsgildanna? Fáum við tækifæri til að dýpka skilning okkar á gildunum, hvað í þeim felst og hvernig verja þau? Mig langar að deila með lesendum Fréttablaðsins hvernig unnið er með samsvarandi lífsgildi í þeim skólum sem vinna með Uppeldi til ábyrgðar - uppbyggingu sjálfsaga. Ég kalla þá uppbyggingarskóla. Eitt fyrsta verkefni þeirra er að gera nákvæmlega það sem gert var á þjóðfundinum. Kennarar og aðrir starfsmenn byrja á sjálfum sér og velja mikilvæg lífsgildi að hafa að leiðarljósi í samskiptum sínum. Síðan er farið með sömu vinnubrögð inn í bekkina. En lífsgildi eru óhlutstæð hugtök. Við þurfum að þekkja hvað í þeim felst í ýmsum aðstæðum. Ef bekkur í skóla hefði valið eins og þjóðfundurinn gerði yrði næsta verkefni: Hvernig birtist heiðarleiki og virðing í skólastofunni, á leikvellinum, í matsalnum? Hvað sjáum við, heyrum og finnum þar sem heiðarleiki og virðing ríkja? Eða hvernig birtist virðing og hvernig birtist óvirðing? Þetta verða skapandi og skemmtileg hópverkefni og skólinn fyllist af niðurstöðum hópa á veggspjöldum og með skreytingum. Næst eru lífsgildin felld inn í setningar sem segja hvað við viljum og þá er kominn sáttmáli til að skrifa undir. Álftanesskóli er einn af u.þ.b. 60 uppbyggingarskólum á landinu. Þar hljóðar starfsmannasáttmálinn þannig: „Við berum virðingu fyrir okkur sjálfum, öðrum og umhverfinu. Við vinnum í sátt og erum samstilltur hópur." Gildin sem felast í setningunum tveim eru því virðing, sátt og samstilling. Undir þetta gátu allir kennarar og starfsmenn skrifað af fúsum og frjálsum vilja. Ég tek eftir því á „twitter" og „facebook" að helsta áhyggjuefni manna varðandi gildin frá Þjóðfundi er að þau verði aðeins falleg orð á blaði. Í uppbyggingarskólunum eru ákveðin skýr þolmörk til að verja lífsgildin. Allir þurfa að vita hvað ekki má og hvaða afleiðingar það hefur að fara yfir mörkin. Að setja skýr mörk er auðvitað fyrst og fremst á ábyrgð skólastjórans, en börnin sjálf og foreldrarnir fá líka að svara spurningunni um hvaða brot séu mjög alvarleg - svo alvarleg að um þau þarf ekki að deila. Í skóla gæti listinn yfir ólíðandi framkomu verið þannig: Engar líkamsmeiðingar, Engin barefli eða vopn, Engin ögrun, Engan yfirgang, ofsóknir eða einelti, Engin fíkniefni, áfengi eða tóbak. Það kallast ekki „uppbygging" að beita viðurlögum heldur „reglufesta" og haft til vara. Þegar einhver er fjarlægður úr aðstæðunum eða sendur heim fyrir að fara yfir mörkin, er það gert til að skapa ráðrúm til að hugsa og ná jafnvægi, en ekki til að hefna og refsa. Skilgreining á uppbyggingu hljóðar á þennan veg: „Að skapa skilyrði fyrir mann til að geta leiðrétt eigin mistök eða rangsleitni og fá aftur inngöngu í hópinn hugprúðari en fyrr." Við erum alltaf að gera okkar besta. Börnum í uppbyggingarskólum er kennt að þekkja þarfir sínar og sinna þeim af ábyrgð. Þeim er líka kennt að það megi gera mistök. Mistök skapa besta tækifærið sem maður fær til að læra. Við segjum jafnvel við börnin: „Vertu ekki hrædd/ur við að gera mistök - við getum leiðrétt mistökin og þá lærir þú meira." Kæru Þjóðfundarmenn. Haldið áfram þessari vinnu sem fór af stað um daginn og leyfið öllum að vera með. Við þurfum nýjan sáttmála sem allir geta skrifað undir. Kannski þurfum við að „skunda á Þingvöll og treysta vor heit". Höfundur er félagi í áhugamannafélaginu Uppbygging sjálfsaga.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun