Lífsgildi valin – hvað svo? 17. desember 2009 06:00 Magni Hjálmarsson skrifar um lífsgildi. Orðið gildi þýðir verðmæti. Þjóðfundurinn um daginn valdi lífsgildin heiðarleika, virðingu, réttlæti og jafnrétti. Mikilvægt framtak og þakkarvert. En hvað svo? Fær þjóðin öll að vera með? Er það ekki hægt með tölvutækni nútímans? Hvað með birtingarform lífsgildanna? Fáum við tækifæri til að dýpka skilning okkar á gildunum, hvað í þeim felst og hvernig verja þau? Mig langar að deila með lesendum Fréttablaðsins hvernig unnið er með samsvarandi lífsgildi í þeim skólum sem vinna með Uppeldi til ábyrgðar - uppbyggingu sjálfsaga. Ég kalla þá uppbyggingarskóla. Eitt fyrsta verkefni þeirra er að gera nákvæmlega það sem gert var á þjóðfundinum. Kennarar og aðrir starfsmenn byrja á sjálfum sér og velja mikilvæg lífsgildi að hafa að leiðarljósi í samskiptum sínum. Síðan er farið með sömu vinnubrögð inn í bekkina. En lífsgildi eru óhlutstæð hugtök. Við þurfum að þekkja hvað í þeim felst í ýmsum aðstæðum. Ef bekkur í skóla hefði valið eins og þjóðfundurinn gerði yrði næsta verkefni: Hvernig birtist heiðarleiki og virðing í skólastofunni, á leikvellinum, í matsalnum? Hvað sjáum við, heyrum og finnum þar sem heiðarleiki og virðing ríkja? Eða hvernig birtist virðing og hvernig birtist óvirðing? Þetta verða skapandi og skemmtileg hópverkefni og skólinn fyllist af niðurstöðum hópa á veggspjöldum og með skreytingum. Næst eru lífsgildin felld inn í setningar sem segja hvað við viljum og þá er kominn sáttmáli til að skrifa undir. Álftanesskóli er einn af u.þ.b. 60 uppbyggingarskólum á landinu. Þar hljóðar starfsmannasáttmálinn þannig: „Við berum virðingu fyrir okkur sjálfum, öðrum og umhverfinu. Við vinnum í sátt og erum samstilltur hópur." Gildin sem felast í setningunum tveim eru því virðing, sátt og samstilling. Undir þetta gátu allir kennarar og starfsmenn skrifað af fúsum og frjálsum vilja. Ég tek eftir því á „twitter" og „facebook" að helsta áhyggjuefni manna varðandi gildin frá Þjóðfundi er að þau verði aðeins falleg orð á blaði. Í uppbyggingarskólunum eru ákveðin skýr þolmörk til að verja lífsgildin. Allir þurfa að vita hvað ekki má og hvaða afleiðingar það hefur að fara yfir mörkin. Að setja skýr mörk er auðvitað fyrst og fremst á ábyrgð skólastjórans, en börnin sjálf og foreldrarnir fá líka að svara spurningunni um hvaða brot séu mjög alvarleg - svo alvarleg að um þau þarf ekki að deila. Í skóla gæti listinn yfir ólíðandi framkomu verið þannig: Engar líkamsmeiðingar, Engin barefli eða vopn, Engin ögrun, Engan yfirgang, ofsóknir eða einelti, Engin fíkniefni, áfengi eða tóbak. Það kallast ekki „uppbygging" að beita viðurlögum heldur „reglufesta" og haft til vara. Þegar einhver er fjarlægður úr aðstæðunum eða sendur heim fyrir að fara yfir mörkin, er það gert til að skapa ráðrúm til að hugsa og ná jafnvægi, en ekki til að hefna og refsa. Skilgreining á uppbyggingu hljóðar á þennan veg: „Að skapa skilyrði fyrir mann til að geta leiðrétt eigin mistök eða rangsleitni og fá aftur inngöngu í hópinn hugprúðari en fyrr." Við erum alltaf að gera okkar besta. Börnum í uppbyggingarskólum er kennt að þekkja þarfir sínar og sinna þeim af ábyrgð. Þeim er líka kennt að það megi gera mistök. Mistök skapa besta tækifærið sem maður fær til að læra. Við segjum jafnvel við börnin: „Vertu ekki hrædd/ur við að gera mistök - við getum leiðrétt mistökin og þá lærir þú meira." Kæru Þjóðfundarmenn. Haldið áfram þessari vinnu sem fór af stað um daginn og leyfið öllum að vera með. Við þurfum nýjan sáttmála sem allir geta skrifað undir. Kannski þurfum við að „skunda á Þingvöll og treysta vor heit". Höfundur er félagi í áhugamannafélaginu Uppbygging sjálfsaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Magni Hjálmarsson skrifar um lífsgildi. Orðið gildi þýðir verðmæti. Þjóðfundurinn um daginn valdi lífsgildin heiðarleika, virðingu, réttlæti og jafnrétti. Mikilvægt framtak og þakkarvert. En hvað svo? Fær þjóðin öll að vera með? Er það ekki hægt með tölvutækni nútímans? Hvað með birtingarform lífsgildanna? Fáum við tækifæri til að dýpka skilning okkar á gildunum, hvað í þeim felst og hvernig verja þau? Mig langar að deila með lesendum Fréttablaðsins hvernig unnið er með samsvarandi lífsgildi í þeim skólum sem vinna með Uppeldi til ábyrgðar - uppbyggingu sjálfsaga. Ég kalla þá uppbyggingarskóla. Eitt fyrsta verkefni þeirra er að gera nákvæmlega það sem gert var á þjóðfundinum. Kennarar og aðrir starfsmenn byrja á sjálfum sér og velja mikilvæg lífsgildi að hafa að leiðarljósi í samskiptum sínum. Síðan er farið með sömu vinnubrögð inn í bekkina. En lífsgildi eru óhlutstæð hugtök. Við þurfum að þekkja hvað í þeim felst í ýmsum aðstæðum. Ef bekkur í skóla hefði valið eins og þjóðfundurinn gerði yrði næsta verkefni: Hvernig birtist heiðarleiki og virðing í skólastofunni, á leikvellinum, í matsalnum? Hvað sjáum við, heyrum og finnum þar sem heiðarleiki og virðing ríkja? Eða hvernig birtist virðing og hvernig birtist óvirðing? Þetta verða skapandi og skemmtileg hópverkefni og skólinn fyllist af niðurstöðum hópa á veggspjöldum og með skreytingum. Næst eru lífsgildin felld inn í setningar sem segja hvað við viljum og þá er kominn sáttmáli til að skrifa undir. Álftanesskóli er einn af u.þ.b. 60 uppbyggingarskólum á landinu. Þar hljóðar starfsmannasáttmálinn þannig: „Við berum virðingu fyrir okkur sjálfum, öðrum og umhverfinu. Við vinnum í sátt og erum samstilltur hópur." Gildin sem felast í setningunum tveim eru því virðing, sátt og samstilling. Undir þetta gátu allir kennarar og starfsmenn skrifað af fúsum og frjálsum vilja. Ég tek eftir því á „twitter" og „facebook" að helsta áhyggjuefni manna varðandi gildin frá Þjóðfundi er að þau verði aðeins falleg orð á blaði. Í uppbyggingarskólunum eru ákveðin skýr þolmörk til að verja lífsgildin. Allir þurfa að vita hvað ekki má og hvaða afleiðingar það hefur að fara yfir mörkin. Að setja skýr mörk er auðvitað fyrst og fremst á ábyrgð skólastjórans, en börnin sjálf og foreldrarnir fá líka að svara spurningunni um hvaða brot séu mjög alvarleg - svo alvarleg að um þau þarf ekki að deila. Í skóla gæti listinn yfir ólíðandi framkomu verið þannig: Engar líkamsmeiðingar, Engin barefli eða vopn, Engin ögrun, Engan yfirgang, ofsóknir eða einelti, Engin fíkniefni, áfengi eða tóbak. Það kallast ekki „uppbygging" að beita viðurlögum heldur „reglufesta" og haft til vara. Þegar einhver er fjarlægður úr aðstæðunum eða sendur heim fyrir að fara yfir mörkin, er það gert til að skapa ráðrúm til að hugsa og ná jafnvægi, en ekki til að hefna og refsa. Skilgreining á uppbyggingu hljóðar á þennan veg: „Að skapa skilyrði fyrir mann til að geta leiðrétt eigin mistök eða rangsleitni og fá aftur inngöngu í hópinn hugprúðari en fyrr." Við erum alltaf að gera okkar besta. Börnum í uppbyggingarskólum er kennt að þekkja þarfir sínar og sinna þeim af ábyrgð. Þeim er líka kennt að það megi gera mistök. Mistök skapa besta tækifærið sem maður fær til að læra. Við segjum jafnvel við börnin: „Vertu ekki hrædd/ur við að gera mistök - við getum leiðrétt mistökin og þá lærir þú meira." Kæru Þjóðfundarmenn. Haldið áfram þessari vinnu sem fór af stað um daginn og leyfið öllum að vera með. Við þurfum nýjan sáttmála sem allir geta skrifað undir. Kannski þurfum við að „skunda á Þingvöll og treysta vor heit". Höfundur er félagi í áhugamannafélaginu Uppbygging sjálfsaga.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun