Erlent

Selja jólaskraut úr hreindýraskít

Hreindýr
Hreindýr
Hálsmen og jólaskraut úr hreindýraskít hafa skilað dýragarðinum í borginni Bloomington í Illinois-ríki í Bandaríkjunum tæpum 21 þúsund dollurum, eða rúmlega hálfri þriðju milljón króna, í tekjur nú í aðdraganda jólanna.

Byrjað var að framleiða skrautið í fyrra og ákveðið að bæta hálsmenunum við eftir tíðar fyrirspurnir um það hvort ekki fengjust skartgripir úr skítnum.

Skíturinn er mótaður í lítil spörð, þau þurrkuð, sótthreinsuð og úðuð með glimmeri og seld undir heitinu „Töfragimsteinar hreindýranna". Skrautið kostar tæpar þúsund krónur í garðinum og hálsmenin um tvö þúsund. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×