Lífið

Skálað í True North

Leifur B. Dagfinnsson og félagar hjá True North voru ánægðir með að endurgreiðsluprósentan skyldi loks vera hækkuð. Fréttablaðið/Stefán
Leifur B. Dagfinnsson og félagar hjá True North voru ánægðir með að endurgreiðsluprósentan skyldi loks vera hækkuð. Fréttablaðið/Stefán

„Við fögnum þessum áfanga og nú erum við búnir að ná augum alheimsins,“ segir Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá True North. Alþingi samþykkti á fimmtudag frumvarp Össurar Skarphéðinssonar um að hækka endurgreiðsluprósentu til kvikmyndagerðar um sex prósent, úr fjórtán upp í tuttugu.

Kvikmyndagerðarmenn hafa lengi barist fyrir hækkun endurgreiðsluprósentunnar. Segir Leifur að þetta muni skila sér í auknum verkefnum og sé mikil lyftistöng fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Þetta sést til að mynda á gerð Sony-auglýsingar á Seyðisfirði sem fjallað er um hér ofar á síðunni.

- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.