Innlent

Aukning í öðru en svínakjöti

Framleiðsla á kjúklingum og nautakjöti jókst í síðasta mánuði.
Framleiðsla á kjúklingum og nautakjöti jókst í síðasta mánuði.
Sala á kindakjöti jókst um nítján prósent og sala á kjúklingum um fimmtán prósent í nóvember síðastliðnum saman­borið við sama mánuð í fyrra. Nautakjötssala jókst um rúmlega tólf prósent, en sala á svínakjöti dróst saman um átján prósent.

Þetta kemur fram í samantekt Landsambands kúabænda.Framleiðsla á kindakjöti dróst á sama tíma saman um tólf prósent og framleiðsla svínakjöts um sautján prósent. Framleiðsla á kjúklingum jókst um 25 prósent, og framleiðsla á nautakjöti jókst um fjórtán prósent. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×