Innlent

Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um 70% í ár

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Innbrotum hefur fjölgað um 67% á fyrstu sjö mánuðum ársins ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Í gögnum frá Upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar kemur fram að fjöldi tilkynntra innbrota var að meðaltali 168 á mánuði fyrstu sjö mánuðina árið 2007. Fyrstu sjö mánuði ársins 2008 var meðaltalið um 150 á mánuði, en það sem af er árinu 2009 er meðalfjöldi innbrota á mánuði kominn yfir 250.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×