Erlent

Kampavín á útsölu

MYND/Getty

Frakkar hafa nú tvöfalda ástæðu fyrir því að skála í kampavíni þegar nýja árið gengur í garð þar í landi. Sú fyrri er auðvitað sú að nýju ári ber að fagna með kampavíni, sérstaklega í heimalandi þessa görótta drykks, og sú síðari er sú að kampavín hefur hríðfallið í verði undanfarið í landinu þar sem framleiðendur reyna að koma til móts við samdrátt í efnahagslífinu.

Framleiðendur fínustu kampavínana hafa flestir tekið upp á því að bjóða upp á ódýrari tegundir sem aðeins minna er lagt í. Kampavínsunnendur hafa tekið tíðindunum fagnandi enda hefur verð á kampavíni farið hækkandi á hverju ári í tvo áratugi samfleytt.

Óbreytt freyðivín hafa hins vegar verið að koma sterk inn og reiknað er mað því að á þessu ári hafi sala á kampavín, það er að segja freyðivíni framleiddu í Champagne héraði, lækkað um 30 prósent. Því hafa framleiðendur brugðið á það ráð að bjóða ódýrari tegundir kampavínsunnendum til mikillar gleði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×