Innlent

Konan ófundin

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Unga konan sem framdi vopnað rán í söluturni á Bústaðavegi í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag er ófundin. Konan gekk þar inn og hótaði afgreiðslustúlku um tvítugt með blóðugri sprautunál og krafðist þess að fá alla peninga í kassanum.

Stúlkan varð að sögn eiganda söluturnsins skelfingu lostin en ræninginn komst á brott með um 20 þúsund krónur. Sprautunálin fannst skammt frá söluturninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×