Óvissa um gjaldeyrisforðann vegna Icesave Sigríður Mogensen skrifar 11. ágúst 2009 18:31 Hundruð milljarða króna galdeyrisforði Íslendinga gæti lent í klóm Breta ef Icesave-samningurinn gjaldfellur. Óvíst er að sá hluti forðans sem geymdur er í Bandaríkjunum njóti friðhelgi samkvæmt samningum. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra, fellst ekki á þetta. Til stendur að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans verulega með erlendum lánum og að hann nemi hundruðum milljarða króna þegar þau skila sér. Féð er meðal annars geymt á reikningum Seðlabankans í Bretlandi og Bandaríkjunum. En getur Icesave samningurinn haft áhrif á gjaldeyrisforðann? Gjaldfellingarheimildir samningsins eru nokkuð rúmar. Ef til dæmis Landsvirkjun stendur ekki í skilum með erlend lán sín, verður Icesave samningurinn gjaldfelldur í heild sinni. Fjallað er um afsal á friðhelgi í lögfræðiáliti Seðlabankans um Icesave samninginn. Flest erlend lán séu tekin á þeim grundvelli, að gjaldfalli lán, séu þær eignir friðhelgar sem teljist nauðsynlegar til að viðhalda fullveldi ríkis. Lögfræðingar Seðlabankans benda á að í Icesave samningnum sé ákvæði um afsal friðhelgi mun rýmra en almennt tíðkist. Þá má benda á að í lánaramma Icesave samningsins vantar ákvæðið um að eignir landsins sem nauðsynlegar eru til að viðhalda fullveldi þess er hvergi sjáanlegt. Þá bendir Seðlabankinn á að íslenska ríkið afsali sér einnig með óafturkræfum hætti rétti til að láta á það reyna hvort friðhelgi ríki um eigur sínar. Engin lagaleg hindrun sé í vegi fyrir því að gerð verði aðför að eigum ríkisins. Með þeirri undantekningu að stjórnarskrá bannar aðför að fasteignum. Seðlabankinn bendir á að bresk lög gildi, ef það reynir á afsal friðhelgi. Samkvæmt þeim teljist Seðlabankinn vera sjálfstæður lögaðili og eignir hans njóti friðhelgi. Bankinn bendir líka á að þrátt fyrir bresku lögin, hafi Bretar beitt hryðjuverkalögum á Seðlabankann og kyrrsett eignir hans um stund í fyrrahaust. Bresku lögin gilda þó eingöngu um eignir innan Bretlands. Það er því fátt sem bendir til að forðinn sem geymdur er í Bandaríkjunum njóti friðhelgi. Því er ekki útilokað að Bretar gætu læst klónum í gjaldeyrisvaraforða Íslands, ef Icesave samningurinn gjaldfellur af einhverjum ástæðum. Fréttastofa hefur borið þennan skilning undir marga sérfræðinga. Sumir þeirra taka undir, en aðrir eru á öðru máli. Indriði Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra er í síðarnefnda hópnum. Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Hundruð milljarða króna galdeyrisforði Íslendinga gæti lent í klóm Breta ef Icesave-samningurinn gjaldfellur. Óvíst er að sá hluti forðans sem geymdur er í Bandaríkjunum njóti friðhelgi samkvæmt samningum. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra, fellst ekki á þetta. Til stendur að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans verulega með erlendum lánum og að hann nemi hundruðum milljarða króna þegar þau skila sér. Féð er meðal annars geymt á reikningum Seðlabankans í Bretlandi og Bandaríkjunum. En getur Icesave samningurinn haft áhrif á gjaldeyrisforðann? Gjaldfellingarheimildir samningsins eru nokkuð rúmar. Ef til dæmis Landsvirkjun stendur ekki í skilum með erlend lán sín, verður Icesave samningurinn gjaldfelldur í heild sinni. Fjallað er um afsal á friðhelgi í lögfræðiáliti Seðlabankans um Icesave samninginn. Flest erlend lán séu tekin á þeim grundvelli, að gjaldfalli lán, séu þær eignir friðhelgar sem teljist nauðsynlegar til að viðhalda fullveldi ríkis. Lögfræðingar Seðlabankans benda á að í Icesave samningnum sé ákvæði um afsal friðhelgi mun rýmra en almennt tíðkist. Þá má benda á að í lánaramma Icesave samningsins vantar ákvæðið um að eignir landsins sem nauðsynlegar eru til að viðhalda fullveldi þess er hvergi sjáanlegt. Þá bendir Seðlabankinn á að íslenska ríkið afsali sér einnig með óafturkræfum hætti rétti til að láta á það reyna hvort friðhelgi ríki um eigur sínar. Engin lagaleg hindrun sé í vegi fyrir því að gerð verði aðför að eigum ríkisins. Með þeirri undantekningu að stjórnarskrá bannar aðför að fasteignum. Seðlabankinn bendir á að bresk lög gildi, ef það reynir á afsal friðhelgi. Samkvæmt þeim teljist Seðlabankinn vera sjálfstæður lögaðili og eignir hans njóti friðhelgi. Bankinn bendir líka á að þrátt fyrir bresku lögin, hafi Bretar beitt hryðjuverkalögum á Seðlabankann og kyrrsett eignir hans um stund í fyrrahaust. Bresku lögin gilda þó eingöngu um eignir innan Bretlands. Það er því fátt sem bendir til að forðinn sem geymdur er í Bandaríkjunum njóti friðhelgi. Því er ekki útilokað að Bretar gætu læst klónum í gjaldeyrisvaraforða Íslands, ef Icesave samningurinn gjaldfellur af einhverjum ástæðum. Fréttastofa hefur borið þennan skilning undir marga sérfræðinga. Sumir þeirra taka undir, en aðrir eru á öðru máli. Indriði Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra er í síðarnefnda hópnum.
Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira