Erlent

Enginn heimsendir enn

Öreindir á ferð og flugi
Öreindir á ferð og flugi

Öreindahraðall evrópsku kjarnarannsóknastofnunarinnar CERN í Sviss hefur framkallað meira en 50 þúsund árekstra öreinda á hærra orkustigi en nokkru sinni hefur þekkst frá því hann var tekinn í notkun á ný í síðasta mánuði.

Nokkuð útbreidd hræðsla greip um sig í fyrrahaust, þegar gangsetja átti hraðalinn, og töldu margir að hann myndi framkalla heimsenda.

Hraðallinn mikli bilaði fljótlega eftir að hann var fyrst gangsettur fyrir rúmu ári, en hefur gengið hnökralaust undanfarnar vikur án þess að nokkur hafi orðið var við heimsenda.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×