Lítið eitt meira um Lottó 10. desember 2009 06:00 Framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands sendir mér svolitla kveðju í Fréttablaðinu, mánudaginn 7. desember, vegna greinar, sem ég skrifaði í það ágæta blað um aðdraganda Lottósins á sínum tíma. Þar var þeirri skoðun lýst að tímabært væri nú að endurskoða skiptingu hagnaðar af þessari lögvernduðu peningamaskínu, sem beinir gríðarlegu fjármagni meðal annars til íþróttahreyfingarinnar. Hann segir að ég hafi vondan málstað að verja. Ef tekið er mið af því hve margir hafa þakkað mér fyrir þessa litlu grein, þá hlýt ég að telja málstaðinn nokkuð góðan og mig í góðum félagsskap. Ekkert er hrakið af því sem fram kom í grein minni. Lögverndað einkaleyfi til lottóreksturs jafngildir beinum ríkisstyrk. Íþróttafélögin nota verulega fjármuni til að greiða íþróttamönnum, erlendum og innlendum, laun eða bónusa eða hvað það nú er nefnt. Ungmennafélag Íslands hefur staðið í heldur vafasömu braski í tengslum við fyrirhugað hótel í miðbænum, þótt það mál kunni að hafa verið sett í salt um sinn. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, að golf eigi ekki að njóta ríkisstyrkja eins og lottóhagnaðurinn í raun og veru er. Ef menn vilja spila golf, þá eiga þeir að borga það úr eigin vasa. Það er engin ástæða til að niðurgreiða golfiðkun með þeim hætti sem framkvæmdastjórinn tíundar. Það linnir ekki kveðjunum frá þeim sem starfa við að veita þeim samtökum forystu sem njóta lottógróðans, sjálfsagt eru þeir ólaunaðir áhugamenn. Í Fréttablaðinu 8. desember fæ ég aðra kveðju frá formanni Öryrkjabandalagsins, formanni Ungmennafélagsins og forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, samanber fyrirsögnina: Mikið um eyður. Minna má það ekki vera. Grein þeirra byggist einkum á því að snúa út úr nafninu mínu. Eiður = eyður. Gagnrýni minni á miðbæjarbrask Ungmennafélagsins er ekki svarað fremur en gagnrýni á háar launagreiðslur til íþróttamanna erlendra og innlendra sem ég setti fram í grein minni. Ekkert af því sem fram kom í grein minni er hrakið. Orð mín um afkastamikla peningamaskínu staðfesti einn af framámönnum íþróttahreyfingarinnar við mig nokkru eftir að lottóið tók til starfa. („Þú sást þetta fyrir,“ sagði hann.) Ég er viss um að hann man eftir samtali okkar um þetta í flugstöðinni í Keflavík. Grein þremenninganna er annars ekki svaraverð. Það er aumt að hafa þau rök helst að snúa út úr skírnarnafni mínu. Það er ekki mjög íþróttamannslegt. Auðvitað er löngu tímabært að endurskoða skiptingu lottógróðans og horfa þá til þeirra leiða sem farnar eru í grannlöndum okkar. Að kalla umræðu um þetta ósanngjarna og villandi er í senn bæði ósanngjarnt og villandi og ekki fallið til að efla vitræna umræðu um málið. Þetta mál þarf að ræða. Það var áreiðanlega aldrei ætlan löggjafans að þessi skipting hagnaðarins yrði óbreytt um aldur og ævi. Að rúmum fjórum vikum liðnum barst mér 8. desember svar við fyrirspurn minni um arð, skiptingu arðs, rekstrarkostnað o.fl. frá framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár. Í svarinu segir framkvæmdastjórinn að hann hafi aðeins verið í starfi tvö ár og síðan orðrétt: „… hef ekki fengið slíka fyrirspurn áður um upplýsingar sem þessar frá fólki úti í bæ. Mér var hins vegar bent á af mér reyndari (svo!) fólki að okkur bæri ekki nein skylda að afhenda slíkar upplýsingar. Við sendum allar upplýsingar til Dóms- og mannréttindaráðuneytisins og Hagstofunnar eins og okkur ber. Varðandi arðgreiðslur til eignaraðila okkar vísa ég þér beint til þeirra. Varðandi fyrirspurn þína um auglýsingakostnað þá ertu að biðja um viðkvæmar viðskiptaupplýsingar á markaði sem ég er ekki tilbúinn að veita þér.“ Spurning mín um rekstrarkostnað er ekki nefnd. Neitað er að svara spurningu um kostnað við gerð auglýsingar með fyrirsætunni, sem dvalist hefur í Búlgaríu. Ekki var spurt um annan auglýsingakostnað. Svo mörg voru þau orð framkvæmdastjórans. Félagi sem lifir á lögvernduðu einkaleyfi ríkisins er sem sé ekki skylt að svara spurningum skattborgara. En auðvitað eru til aðrar leiðir til að afla þessara upplýsinga. Þessi afstaða sýnir líklega betur en margt annað hve brýnt er að taka þessi mál til endurskoðunar. Sú endurskoðun þarf sannarlega ekki sjálfkrafa að fela í sér að Öryrkjabandalagið beri minna úr býtum eftir en áður. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands sendir mér svolitla kveðju í Fréttablaðinu, mánudaginn 7. desember, vegna greinar, sem ég skrifaði í það ágæta blað um aðdraganda Lottósins á sínum tíma. Þar var þeirri skoðun lýst að tímabært væri nú að endurskoða skiptingu hagnaðar af þessari lögvernduðu peningamaskínu, sem beinir gríðarlegu fjármagni meðal annars til íþróttahreyfingarinnar. Hann segir að ég hafi vondan málstað að verja. Ef tekið er mið af því hve margir hafa þakkað mér fyrir þessa litlu grein, þá hlýt ég að telja málstaðinn nokkuð góðan og mig í góðum félagsskap. Ekkert er hrakið af því sem fram kom í grein minni. Lögverndað einkaleyfi til lottóreksturs jafngildir beinum ríkisstyrk. Íþróttafélögin nota verulega fjármuni til að greiða íþróttamönnum, erlendum og innlendum, laun eða bónusa eða hvað það nú er nefnt. Ungmennafélag Íslands hefur staðið í heldur vafasömu braski í tengslum við fyrirhugað hótel í miðbænum, þótt það mál kunni að hafa verið sett í salt um sinn. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, að golf eigi ekki að njóta ríkisstyrkja eins og lottóhagnaðurinn í raun og veru er. Ef menn vilja spila golf, þá eiga þeir að borga það úr eigin vasa. Það er engin ástæða til að niðurgreiða golfiðkun með þeim hætti sem framkvæmdastjórinn tíundar. Það linnir ekki kveðjunum frá þeim sem starfa við að veita þeim samtökum forystu sem njóta lottógróðans, sjálfsagt eru þeir ólaunaðir áhugamenn. Í Fréttablaðinu 8. desember fæ ég aðra kveðju frá formanni Öryrkjabandalagsins, formanni Ungmennafélagsins og forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, samanber fyrirsögnina: Mikið um eyður. Minna má það ekki vera. Grein þeirra byggist einkum á því að snúa út úr nafninu mínu. Eiður = eyður. Gagnrýni minni á miðbæjarbrask Ungmennafélagsins er ekki svarað fremur en gagnrýni á háar launagreiðslur til íþróttamanna erlendra og innlendra sem ég setti fram í grein minni. Ekkert af því sem fram kom í grein minni er hrakið. Orð mín um afkastamikla peningamaskínu staðfesti einn af framámönnum íþróttahreyfingarinnar við mig nokkru eftir að lottóið tók til starfa. („Þú sást þetta fyrir,“ sagði hann.) Ég er viss um að hann man eftir samtali okkar um þetta í flugstöðinni í Keflavík. Grein þremenninganna er annars ekki svaraverð. Það er aumt að hafa þau rök helst að snúa út úr skírnarnafni mínu. Það er ekki mjög íþróttamannslegt. Auðvitað er löngu tímabært að endurskoða skiptingu lottógróðans og horfa þá til þeirra leiða sem farnar eru í grannlöndum okkar. Að kalla umræðu um þetta ósanngjarna og villandi er í senn bæði ósanngjarnt og villandi og ekki fallið til að efla vitræna umræðu um málið. Þetta mál þarf að ræða. Það var áreiðanlega aldrei ætlan löggjafans að þessi skipting hagnaðarins yrði óbreytt um aldur og ævi. Að rúmum fjórum vikum liðnum barst mér 8. desember svar við fyrirspurn minni um arð, skiptingu arðs, rekstrarkostnað o.fl. frá framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár. Í svarinu segir framkvæmdastjórinn að hann hafi aðeins verið í starfi tvö ár og síðan orðrétt: „… hef ekki fengið slíka fyrirspurn áður um upplýsingar sem þessar frá fólki úti í bæ. Mér var hins vegar bent á af mér reyndari (svo!) fólki að okkur bæri ekki nein skylda að afhenda slíkar upplýsingar. Við sendum allar upplýsingar til Dóms- og mannréttindaráðuneytisins og Hagstofunnar eins og okkur ber. Varðandi arðgreiðslur til eignaraðila okkar vísa ég þér beint til þeirra. Varðandi fyrirspurn þína um auglýsingakostnað þá ertu að biðja um viðkvæmar viðskiptaupplýsingar á markaði sem ég er ekki tilbúinn að veita þér.“ Spurning mín um rekstrarkostnað er ekki nefnd. Neitað er að svara spurningu um kostnað við gerð auglýsingar með fyrirsætunni, sem dvalist hefur í Búlgaríu. Ekki var spurt um annan auglýsingakostnað. Svo mörg voru þau orð framkvæmdastjórans. Félagi sem lifir á lögvernduðu einkaleyfi ríkisins er sem sé ekki skylt að svara spurningum skattborgara. En auðvitað eru til aðrar leiðir til að afla þessara upplýsinga. Þessi afstaða sýnir líklega betur en margt annað hve brýnt er að taka þessi mál til endurskoðunar. Sú endurskoðun þarf sannarlega ekki sjálfkrafa að fela í sér að Öryrkjabandalagið beri minna úr býtum eftir en áður. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun