Lítið eitt meira um Lottó 10. desember 2009 06:00 Framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands sendir mér svolitla kveðju í Fréttablaðinu, mánudaginn 7. desember, vegna greinar, sem ég skrifaði í það ágæta blað um aðdraganda Lottósins á sínum tíma. Þar var þeirri skoðun lýst að tímabært væri nú að endurskoða skiptingu hagnaðar af þessari lögvernduðu peningamaskínu, sem beinir gríðarlegu fjármagni meðal annars til íþróttahreyfingarinnar. Hann segir að ég hafi vondan málstað að verja. Ef tekið er mið af því hve margir hafa þakkað mér fyrir þessa litlu grein, þá hlýt ég að telja málstaðinn nokkuð góðan og mig í góðum félagsskap. Ekkert er hrakið af því sem fram kom í grein minni. Lögverndað einkaleyfi til lottóreksturs jafngildir beinum ríkisstyrk. Íþróttafélögin nota verulega fjármuni til að greiða íþróttamönnum, erlendum og innlendum, laun eða bónusa eða hvað það nú er nefnt. Ungmennafélag Íslands hefur staðið í heldur vafasömu braski í tengslum við fyrirhugað hótel í miðbænum, þótt það mál kunni að hafa verið sett í salt um sinn. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, að golf eigi ekki að njóta ríkisstyrkja eins og lottóhagnaðurinn í raun og veru er. Ef menn vilja spila golf, þá eiga þeir að borga það úr eigin vasa. Það er engin ástæða til að niðurgreiða golfiðkun með þeim hætti sem framkvæmdastjórinn tíundar. Það linnir ekki kveðjunum frá þeim sem starfa við að veita þeim samtökum forystu sem njóta lottógróðans, sjálfsagt eru þeir ólaunaðir áhugamenn. Í Fréttablaðinu 8. desember fæ ég aðra kveðju frá formanni Öryrkjabandalagsins, formanni Ungmennafélagsins og forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, samanber fyrirsögnina: Mikið um eyður. Minna má það ekki vera. Grein þeirra byggist einkum á því að snúa út úr nafninu mínu. Eiður = eyður. Gagnrýni minni á miðbæjarbrask Ungmennafélagsins er ekki svarað fremur en gagnrýni á háar launagreiðslur til íþróttamanna erlendra og innlendra sem ég setti fram í grein minni. Ekkert af því sem fram kom í grein minni er hrakið. Orð mín um afkastamikla peningamaskínu staðfesti einn af framámönnum íþróttahreyfingarinnar við mig nokkru eftir að lottóið tók til starfa. („Þú sást þetta fyrir,“ sagði hann.) Ég er viss um að hann man eftir samtali okkar um þetta í flugstöðinni í Keflavík. Grein þremenninganna er annars ekki svaraverð. Það er aumt að hafa þau rök helst að snúa út úr skírnarnafni mínu. Það er ekki mjög íþróttamannslegt. Auðvitað er löngu tímabært að endurskoða skiptingu lottógróðans og horfa þá til þeirra leiða sem farnar eru í grannlöndum okkar. Að kalla umræðu um þetta ósanngjarna og villandi er í senn bæði ósanngjarnt og villandi og ekki fallið til að efla vitræna umræðu um málið. Þetta mál þarf að ræða. Það var áreiðanlega aldrei ætlan löggjafans að þessi skipting hagnaðarins yrði óbreytt um aldur og ævi. Að rúmum fjórum vikum liðnum barst mér 8. desember svar við fyrirspurn minni um arð, skiptingu arðs, rekstrarkostnað o.fl. frá framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár. Í svarinu segir framkvæmdastjórinn að hann hafi aðeins verið í starfi tvö ár og síðan orðrétt: „… hef ekki fengið slíka fyrirspurn áður um upplýsingar sem þessar frá fólki úti í bæ. Mér var hins vegar bent á af mér reyndari (svo!) fólki að okkur bæri ekki nein skylda að afhenda slíkar upplýsingar. Við sendum allar upplýsingar til Dóms- og mannréttindaráðuneytisins og Hagstofunnar eins og okkur ber. Varðandi arðgreiðslur til eignaraðila okkar vísa ég þér beint til þeirra. Varðandi fyrirspurn þína um auglýsingakostnað þá ertu að biðja um viðkvæmar viðskiptaupplýsingar á markaði sem ég er ekki tilbúinn að veita þér.“ Spurning mín um rekstrarkostnað er ekki nefnd. Neitað er að svara spurningu um kostnað við gerð auglýsingar með fyrirsætunni, sem dvalist hefur í Búlgaríu. Ekki var spurt um annan auglýsingakostnað. Svo mörg voru þau orð framkvæmdastjórans. Félagi sem lifir á lögvernduðu einkaleyfi ríkisins er sem sé ekki skylt að svara spurningum skattborgara. En auðvitað eru til aðrar leiðir til að afla þessara upplýsinga. Þessi afstaða sýnir líklega betur en margt annað hve brýnt er að taka þessi mál til endurskoðunar. Sú endurskoðun þarf sannarlega ekki sjálfkrafa að fela í sér að Öryrkjabandalagið beri minna úr býtum eftir en áður. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands sendir mér svolitla kveðju í Fréttablaðinu, mánudaginn 7. desember, vegna greinar, sem ég skrifaði í það ágæta blað um aðdraganda Lottósins á sínum tíma. Þar var þeirri skoðun lýst að tímabært væri nú að endurskoða skiptingu hagnaðar af þessari lögvernduðu peningamaskínu, sem beinir gríðarlegu fjármagni meðal annars til íþróttahreyfingarinnar. Hann segir að ég hafi vondan málstað að verja. Ef tekið er mið af því hve margir hafa þakkað mér fyrir þessa litlu grein, þá hlýt ég að telja málstaðinn nokkuð góðan og mig í góðum félagsskap. Ekkert er hrakið af því sem fram kom í grein minni. Lögverndað einkaleyfi til lottóreksturs jafngildir beinum ríkisstyrk. Íþróttafélögin nota verulega fjármuni til að greiða íþróttamönnum, erlendum og innlendum, laun eða bónusa eða hvað það nú er nefnt. Ungmennafélag Íslands hefur staðið í heldur vafasömu braski í tengslum við fyrirhugað hótel í miðbænum, þótt það mál kunni að hafa verið sett í salt um sinn. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, að golf eigi ekki að njóta ríkisstyrkja eins og lottóhagnaðurinn í raun og veru er. Ef menn vilja spila golf, þá eiga þeir að borga það úr eigin vasa. Það er engin ástæða til að niðurgreiða golfiðkun með þeim hætti sem framkvæmdastjórinn tíundar. Það linnir ekki kveðjunum frá þeim sem starfa við að veita þeim samtökum forystu sem njóta lottógróðans, sjálfsagt eru þeir ólaunaðir áhugamenn. Í Fréttablaðinu 8. desember fæ ég aðra kveðju frá formanni Öryrkjabandalagsins, formanni Ungmennafélagsins og forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, samanber fyrirsögnina: Mikið um eyður. Minna má það ekki vera. Grein þeirra byggist einkum á því að snúa út úr nafninu mínu. Eiður = eyður. Gagnrýni minni á miðbæjarbrask Ungmennafélagsins er ekki svarað fremur en gagnrýni á háar launagreiðslur til íþróttamanna erlendra og innlendra sem ég setti fram í grein minni. Ekkert af því sem fram kom í grein minni er hrakið. Orð mín um afkastamikla peningamaskínu staðfesti einn af framámönnum íþróttahreyfingarinnar við mig nokkru eftir að lottóið tók til starfa. („Þú sást þetta fyrir,“ sagði hann.) Ég er viss um að hann man eftir samtali okkar um þetta í flugstöðinni í Keflavík. Grein þremenninganna er annars ekki svaraverð. Það er aumt að hafa þau rök helst að snúa út úr skírnarnafni mínu. Það er ekki mjög íþróttamannslegt. Auðvitað er löngu tímabært að endurskoða skiptingu lottógróðans og horfa þá til þeirra leiða sem farnar eru í grannlöndum okkar. Að kalla umræðu um þetta ósanngjarna og villandi er í senn bæði ósanngjarnt og villandi og ekki fallið til að efla vitræna umræðu um málið. Þetta mál þarf að ræða. Það var áreiðanlega aldrei ætlan löggjafans að þessi skipting hagnaðarins yrði óbreytt um aldur og ævi. Að rúmum fjórum vikum liðnum barst mér 8. desember svar við fyrirspurn minni um arð, skiptingu arðs, rekstrarkostnað o.fl. frá framkvæmdastjóra Íslenskrar getspár. Í svarinu segir framkvæmdastjórinn að hann hafi aðeins verið í starfi tvö ár og síðan orðrétt: „… hef ekki fengið slíka fyrirspurn áður um upplýsingar sem þessar frá fólki úti í bæ. Mér var hins vegar bent á af mér reyndari (svo!) fólki að okkur bæri ekki nein skylda að afhenda slíkar upplýsingar. Við sendum allar upplýsingar til Dóms- og mannréttindaráðuneytisins og Hagstofunnar eins og okkur ber. Varðandi arðgreiðslur til eignaraðila okkar vísa ég þér beint til þeirra. Varðandi fyrirspurn þína um auglýsingakostnað þá ertu að biðja um viðkvæmar viðskiptaupplýsingar á markaði sem ég er ekki tilbúinn að veita þér.“ Spurning mín um rekstrarkostnað er ekki nefnd. Neitað er að svara spurningu um kostnað við gerð auglýsingar með fyrirsætunni, sem dvalist hefur í Búlgaríu. Ekki var spurt um annan auglýsingakostnað. Svo mörg voru þau orð framkvæmdastjórans. Félagi sem lifir á lögvernduðu einkaleyfi ríkisins er sem sé ekki skylt að svara spurningum skattborgara. En auðvitað eru til aðrar leiðir til að afla þessara upplýsinga. Þessi afstaða sýnir líklega betur en margt annað hve brýnt er að taka þessi mál til endurskoðunar. Sú endurskoðun þarf sannarlega ekki sjálfkrafa að fela í sér að Öryrkjabandalagið beri minna úr býtum eftir en áður. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun