Norræn samvinna 10. desember 2009 06:00 Ísland hefur ekki tekið varnar- og öryggismálum sínum nógu föstum tökum eftir brotthvarf bandaríska hersins. Skýrsla Thorvalds Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, um norræna samvinnu í utanríkis- og öryggismálum er mikilvægt framlag til þeirrar endurskoðunar sem þarf að eiga sér stað. Skýrslan var skrifuð að beiðni utanríkisráðherra Norðurlandanna og markmið hennar var að setja fram tillögur um með hvaða hætti norrænu ríkin gætu eflt samstarf sitt til að bregðast við framtíðarverkefnum á þessu sviði. Það er mat okkar að hún hafi ekki fengið nægjanlega umræðu í samfélaginu og að íslensk stjórnvöld þurfi að taka afstöðu til þeirra tillagna sem koma fram í skýrslunni með langtíma hagsmuni Íslands í huga. Mikilvægt er að setja umræðuna í sögulegt samhengi. Ísland hefur átt farsælt samstarf við hin Norðurlöndin frá stofnun Norðurlandaráðs árið 1952. Hins vegar komu ólíkir öryggishagsmunir á tímum kalda stríðsins og landfræðileg nálægð við Sovétríkin sálugu í veg fyrir samvinnu á sviði öryggis- og varnarmála. Af þessum sökum hafa þau verið sundruð í afstöðu til sameiginlegra utanríkis- og öryggismála. Ísland, Noregur og Danmörk hafa verið aðilar að NATO frá stofnun bandalagsins, en Svíþjóð og Finnland aðhyllast hlutleysisstefnu. Þess má geta að á árunum 1948-1949 fóru fram viðræður milli Norðurlandanna um sameiginlegt varnarbandalag en þær viðræður runnu út í sandinn og í kjölfarið gerðust fyrrgreind lönd aðilar að NATO. Þrátt fyrir það eiga þjóðirnar sameiginlegra hagsmuna að gæta í utanríkis- og varnarmálum. Þær hafa lagt sitt að mörkum til að koma á friði á átakasvæðum í heiminum og leggja ríflega til friðaruppbyggingar og alþjóðlegrar friðargæslu. Framámenn í norrænum stjórnmálum eins og Olof Palme, Marti Ahtisaari, Thorvald Stoltenberg og Carl Bildt hafa verið framarlega í alþjóðlegum friðarumleitunum og hlaut t.d. Ahtisaari friðarverðlaun Nóbels. Í skýrslunni eru settar fram þrettán tillögur sem miða að því að styrkja norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Meðal tillagna Stoltenbergs er norrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi, undir stjórn íslenskra yfirvalda og sameiginleg landhelgisgæsla á norrænu hafsvæði. Tillögurnar gera ráð fyrir að þjóðirnar komi allar að loftrýmisgæslu NATO á Íslandi, þótt hvorki Finnar né Svíar eigi aðild að bandalaginu. Þá er einnig lagt til að stofnuð verði norræn viðbragðssveit á sjó sem sérhæfði sig í leit og björgun og komið verði á sameiginlegu gervihnattakerfi yfir heimskautssvæðinu fyrir 2020. Auk þess er sett fram sú tillaga að Norðurlöndin stofni sameiginlega viðbragðssveit til að koma á hernaðarlegum og borgaralegum stöðugleika á átakasvæðum í heiminum í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðasamfélagið. Að lokum eru ríkisstjórnir Norðurlandanna hvattar til að samþykkja gagnkvæma samstöðuyfirlýsingu sem skuldbindur þjóðirnar til að bregðast við ef eitt land verður fyrir áras eða óviðeigandi þrýstingi. Aðstæður í heiminum hafa gjörbreyst frá tíma kalda stríðsins og nýjar ógnir litið dagsins ljós. Við teljum að tími norrænnar samvinnu í utanríkis- og varnarmálum sé runninn upp og hætta sé á að Norðurlöndin munu dragast aftur úr ef þau efla ekki varnarsamstarfið. Nánara samstarf þjóðanna mun hafa í för með sér aukið öryggi á norðlægum slóðum þegar fram líða stundir og þær munu verða áhrifameiri á alþjóðavettvangi með því að koma fram sem ein sterk heild og deila með sér kostnaði. Efling norræns samstarfs á þessu sviði kæmi til viðbótar því evrópska samstarfi og Evró-Atlantshafssamvinnu sem nú þegar á sér stað. Höfundar eru stjórnmálafræðingar og áhugamenn um norræna samvinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Ísland hefur ekki tekið varnar- og öryggismálum sínum nógu föstum tökum eftir brotthvarf bandaríska hersins. Skýrsla Thorvalds Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, um norræna samvinnu í utanríkis- og öryggismálum er mikilvægt framlag til þeirrar endurskoðunar sem þarf að eiga sér stað. Skýrslan var skrifuð að beiðni utanríkisráðherra Norðurlandanna og markmið hennar var að setja fram tillögur um með hvaða hætti norrænu ríkin gætu eflt samstarf sitt til að bregðast við framtíðarverkefnum á þessu sviði. Það er mat okkar að hún hafi ekki fengið nægjanlega umræðu í samfélaginu og að íslensk stjórnvöld þurfi að taka afstöðu til þeirra tillagna sem koma fram í skýrslunni með langtíma hagsmuni Íslands í huga. Mikilvægt er að setja umræðuna í sögulegt samhengi. Ísland hefur átt farsælt samstarf við hin Norðurlöndin frá stofnun Norðurlandaráðs árið 1952. Hins vegar komu ólíkir öryggishagsmunir á tímum kalda stríðsins og landfræðileg nálægð við Sovétríkin sálugu í veg fyrir samvinnu á sviði öryggis- og varnarmála. Af þessum sökum hafa þau verið sundruð í afstöðu til sameiginlegra utanríkis- og öryggismála. Ísland, Noregur og Danmörk hafa verið aðilar að NATO frá stofnun bandalagsins, en Svíþjóð og Finnland aðhyllast hlutleysisstefnu. Þess má geta að á árunum 1948-1949 fóru fram viðræður milli Norðurlandanna um sameiginlegt varnarbandalag en þær viðræður runnu út í sandinn og í kjölfarið gerðust fyrrgreind lönd aðilar að NATO. Þrátt fyrir það eiga þjóðirnar sameiginlegra hagsmuna að gæta í utanríkis- og varnarmálum. Þær hafa lagt sitt að mörkum til að koma á friði á átakasvæðum í heiminum og leggja ríflega til friðaruppbyggingar og alþjóðlegrar friðargæslu. Framámenn í norrænum stjórnmálum eins og Olof Palme, Marti Ahtisaari, Thorvald Stoltenberg og Carl Bildt hafa verið framarlega í alþjóðlegum friðarumleitunum og hlaut t.d. Ahtisaari friðarverðlaun Nóbels. Í skýrslunni eru settar fram þrettán tillögur sem miða að því að styrkja norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála. Meðal tillagna Stoltenbergs er norrænt loftrýmiseftirlit yfir Íslandi, undir stjórn íslenskra yfirvalda og sameiginleg landhelgisgæsla á norrænu hafsvæði. Tillögurnar gera ráð fyrir að þjóðirnar komi allar að loftrýmisgæslu NATO á Íslandi, þótt hvorki Finnar né Svíar eigi aðild að bandalaginu. Þá er einnig lagt til að stofnuð verði norræn viðbragðssveit á sjó sem sérhæfði sig í leit og björgun og komið verði á sameiginlegu gervihnattakerfi yfir heimskautssvæðinu fyrir 2020. Auk þess er sett fram sú tillaga að Norðurlöndin stofni sameiginlega viðbragðssveit til að koma á hernaðarlegum og borgaralegum stöðugleika á átakasvæðum í heiminum í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðasamfélagið. Að lokum eru ríkisstjórnir Norðurlandanna hvattar til að samþykkja gagnkvæma samstöðuyfirlýsingu sem skuldbindur þjóðirnar til að bregðast við ef eitt land verður fyrir áras eða óviðeigandi þrýstingi. Aðstæður í heiminum hafa gjörbreyst frá tíma kalda stríðsins og nýjar ógnir litið dagsins ljós. Við teljum að tími norrænnar samvinnu í utanríkis- og varnarmálum sé runninn upp og hætta sé á að Norðurlöndin munu dragast aftur úr ef þau efla ekki varnarsamstarfið. Nánara samstarf þjóðanna mun hafa í för með sér aukið öryggi á norðlægum slóðum þegar fram líða stundir og þær munu verða áhrifameiri á alþjóðavettvangi með því að koma fram sem ein sterk heild og deila með sér kostnaði. Efling norræns samstarfs á þessu sviði kæmi til viðbótar því evrópska samstarfi og Evró-Atlantshafssamvinnu sem nú þegar á sér stað. Höfundar eru stjórnmálafræðingar og áhugamenn um norræna samvinnu.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun