Lífið

Flórída fílaði Nögl í tætlur

Nögl spilaði órafmagnað á útvarpsstöð í Flórída við góðar undirtektir.
Nögl spilaði órafmagnað á útvarpsstöð í Flórída við góðar undirtektir.

Rokksveitin Nögl frá Grundarfirði er nýkomin heim frá Flórída í Bandaríkjunum þar sem hún spilaði á fernum tónleikum, sem voru jafnframt þeir fyrstu utan landsteinanna. „Þetta var hörkustuð og frábært veður. Fólk var að fíla þetta í tætlur,“ segir gítarleikarinn og söngvarinn Kristófer Eðvarðsson. Þeir félagar spiluðu einnig órafmagnað á háskólaútvarpsstöð til að kynna tónleikana og féll það vel í kramið hjá hlustendum.

Það var vinátta Naglar við bandarísku sveitina Farewell to Fashion á Myspace sem var kveikjan að tónleikunum. „Þá langaði að koma hingað að spila og spurðu hvort við gætum hjálpað þeim. Þeir buðu okkur líka að koma út og við kýldum á það,“ segir Kristófer. Tónleikar Farwell to Fashion hér á landi eru fyrirhugaðir á næsta ári.

Nögl nýtti ferðina til Bandaríkjanna vel því strákarnir skelltu sér á tónleika með Blink 182 í New York. „Þetta var búinn að vera draumur síðan við vorum litlir. Þeir voru loksins að koma saman aftur og þetta var alveg klikkað.“

Nögl gaf á dögunum út sína fyrstu plötu, I Proudly Present, sem er uppfull af kraftmiklu og melódísku rokki. Sveitin, sem er með þeim efnilegri á landinu, vakti fyrst athygli í fyrra með laginu Promise sem gerði það gott á X-inu og í framhaldinu kom út My World sem var spilað bæði á X-inu og á Rás 2. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.